Reikningsskil

Þann 1. janúar 2009 tóku gildi ný lög um endurskoðendur. Lögin gera auknar kröfur um óhæði endurskoðenda til samræmis við alþjóðlega endurskoðunarstaðla sbr. ákvæði úr 8. félagatilskipun Evrópusambandsins er varðar endurskoðendur og starfsemi þeirra.

Breytingin veldur því að þeir sem áður fólu endurskoðanda sínum að sjá um gerð reikningsskila verða nú sjálfir að vinna þau, eða leita eftir þjónustu frá öðrum við gerð þeirra.

PwC kappkostar að veita viðskiptavinum ætíð bestu þjónustu sem völ er á í málefnum sem tengjast reikningsskilum.

Helstu þættir reikningsskilaþjónustu PwC eru:

 • Aðstoð við upptöku Alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna (IFRS).
 • Aðstoð við innleiðingu nýrra eða breyttra IFRS staðla.
 • Aðstoð við að uppfylla ákvæði laga og reglugerða um reikningsskil.
 • Aðstoð við lausn flókinna viðfangsefna.
 • Stuðningur við stjórnendur vegna álitamála.
 • Stöðug upplýsingagjöf til stjórnenda.
 • Aðstoð við gerð reikningsskilahandbókar (accounting manual).
 • Sérfræðiaðstoð við banka og fjármálafyrirtæki.
 • Aðstoð við gerð reikningsskila, að hluta eða í heild.

Fyrirtæki þurfa stöðugt að yfirfara reikningsskil sín og skoða hvort þau uppfylli ákvæði laga, reglugerða og reikningsskilastaðla. PwC hefur ávallt tiltækar leiðbeiningar vegna nýrra og breyttra reikningsskilastaðla og aðstoðar við innleiðingu þeirra.

Á næstu árum er von á því að allir IFRS staðlarnir verði endurnýjaðir eða þeim breytt, auk þess sem nýir staðlar verða innleiddir.

 • Verið er að samræma Alþjóðlegu- (IFRS) og bandarísku reikningsskilastaðlana (US GAAP).
 • Auknar kröfur verða gerðar til reikningsskila vegna áhrifa fjármálakreppunnar

Álitamál geta komið upp á milli stjórnenda og endurskoðenda vegna reikningsskila. Í slíkum tilfellum getur verið nauðsynlegt fyrir stjórnendur að leita álits óháðra sérfræðinga. PwC á Íslandi býður fram sérfræðinga sem geta veitt stjórnendum slíkt álit. Hjá fyrirtækinu starfa einstaklingar með víðtæka reynslu og þekkingu á reikningsskilum. Þar að auki gera tengsl okkar við PricewaterhouseCoopers Int. okkur kleift að kalla eftir kunnáttu fremstu sérfræðinga á sínu sviði ef á þarf að halda.

Fylgstu með okkur

Contact us

Arna Tryggvadóttir

Arna Tryggvadóttir

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 550 5235

Herbert Viðar Baldursson

Herbert Viðar Baldursson

Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími 550 5363

Hide