Endurskoðunarnefnd

Í lögum um ársreikninga er kveðið á um að stjórn skipi endurskoðunarnefnd, en slík nefnd gegnir lykilhlutverki í því að tryggja öryggi og gagnsæi fjárhagsupplýsinga.

PwC býr yfir þekkingu sem byggð er upp af alþjóðlegum reynslubrunni um bestu framkvæmd endurskoðunarnefnda og reynslu af störfum í og/eða fyrir íslenskar endurskoðunarnefndir. Sækja bækling um endurskoðunarnefndir.

Endurskoðunarnefnd annast hlutverk stjórnar sem lýtur að innra eftirliti. Í því felst greining og mat á áhættuþáttum og athugun á fyrirkomulagi og virkni eftirlitsaðgerða sem eru hluti þess innra eftirlits sem stjórn ber að koma á fót og viðhalda. Mikilvægur þáttur innra eftirlits sem fellur undir hlutverk endurskoðunarnefndar er það ferli og eftirlitsaðgerðir sem lúta að því að tryggja að fjárhagsupplýsingar séu áreiðanlegar hvort sem um er að ræða ársreikninga, árshlutreikninga eða innri stjórnendaupplýsingar.

Endurskoðunarnefnd annast samskipti við endurskoðendur. Nefndin fer yfir endurskoðunaráætlun endurskoðenda og fylgist með störfum þeirra. Í hlutafélögum er nefndinni ætlað að koma með tillögu til stjórnar um tilnefningu til hluthafafundar um endurskoðendur, semja um þóknun fyrir endurskoðun og ræða við þá um niðurstöður endurskoðunarinnar. Nefndin þarf einnig að ganga úr skugga um að endurskoðendur uppfylli ákvæði laga og reglna um óhæði í störfum sínum.

Endurskoðunarnefnd

Contact us

Jón Sigurðsson
Löggiltur endurskoðandi
Sími 550 5387
Hafðu samband

Auðbjörg Friðgeirsdóttir
MBA
Sími 550 5369
Hafðu samband

Fylgstu með okkur