Endurskipulagning fyrirtækja

Í ljósi breyttra markaðsaðstæðna er ljóst að mörg fyrirtæki þurfa að fara í gegnum endurskipulagningu þar sem skipulag og form fyrirtækja eru mikilvæg fyrir afkomu þeirra. Vel skipulögð fyrirtæki eru betur í stakk búin til að þróast og aðlagast í samræmi við síbreytilegar kröfur markaðarins. Hvernig eiga fyrirtæki að standast þau viðfangsefni sem standa fyrir dyrum í dag og hvernig er hægt að lágmarka þann tíma sem verja þarf til breytinga og endurskipulagningar?

Það veldur úrslitum að leita aðstoðar og ráðgjafar í tæka tíð.

Dæmi um vandamál sem fyrirtæki standa frammi fyrir:

  • Markaðsbreytingar (erlendir og innlendir markaðir)
  • Endurfjármögnun (skammtímalán í langtímalán, ódýrari fjármögnun)
  • Stjórn og stefna fyrirtækis er ekki í samræmi við þarfir markaðarins
  • Rekstrareiningar fyrirtækis eru ekki í samræmi við kjarnastarfsemi samstæðunnar og eru ekki að skila tilætlaðri arðsemi

Hvernig getur PwC aðstoðað

PwC veitir fyrirtækjum hagnýta ráðgjöf um endurskipulagningu og endurfjármögnun. Við búum yfir umtalsverðri þekkingu og reynslu af því að veita fyrirtækjum fjárhagslega- og skipulagslega ráðgjöf. PwC hefur gott orðspor og víðtæka reynslu við endurskipulagningu á alþjóðlegum vettvangi. PwC hefur á að skipa reyndum sérfræðingum í fyrirtækjaráðgjöf og hefur auk þess aðgang að öflugum þekkingargrunni á heimsvísu.

Þjónusta og ráðgjöf PwC varðandi endurskipulagningu fyrirtækja nær til allra þátta rekstursins. Helst ber þar að nefna stjórnunar- og fjárhagslega þætti.

Dæmi um okkar þjónustu:

  • Bera kennsl á aðkallandi verkefni og gera áhættugreiningu
  • Áætlanagerð og stefnumótun
  • Endurskipulagning reksturs
  • Ráðgjöf við endurskipulagningu eigna og/eða eininga innan fyrirtækis
  • Ráðgjöf og aðstoð til að efla greiðslugetu og/eða bæta fjármögnun fyrirtækja
  • Greining á fjármálum fyrirtækis ss. fjárhagslegri stöðu, lánum, rekstri og stjórnun
Endurskipulagning fyrirtækja

Contact us

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur

Sími 840 5333

Contact us

Sigurður Óli Sigurðarson

Sviðsstjóri, Fyrirtækjaráðgjöf

Sími 840 5349

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur

Sími 840 5333

Fylgstu með okkur