Kaup, sala og sameining fyrirtækja

PwC veitir fyrirtækjum ráðgjöf við framkvæmd kaupa, sölu eða sameiningu fyrirtækja og samningagerð. Við þennan þjónustuþátt starfa endurskoðendur og lögfræðingar PwC náið saman. PwC hefur komið að kaupum, sölu og sameiningu fyrirtækja hérlendis um árabil og hefur víðtækan skilning á því ferli.

Sala fyrirtækja

PwC veitir margvíslega ráðgjöf er kemur að sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum fyrirtækja. Við störfum í nánu samstarfi við seljanda við að þróa söluáætlun, finna rétta kaupandann og fá besta verðið. Við höfum skilning á því að hver seljandi hefur sínar hugmyndir og markmið við söluna og veitum aðstoð og ráðgjöf við að ná því markmiði.

Kaup og samruni fyrirtækja

PwC veitir aðstoð og ráðgjöf við kaup og samruna fyrirtækja, m.a. með mati á skiptahlutföllum, aðstoð við samningaviðræður og aðstoð við mat á áhrifum fyrirhugaðra kaupa. PwC er stjórnendum einnig innan handar í samningum og samskiptum við banka eða aðra fjármögnunaraðila.

Er kemur að samruna fyrirtækja veitir PwC aðstoð og ráðgjöf við mótun skýrrar samruna og/eða yfirtökustefnu. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að hafa skýra stefnu og markmið, velja réttan yfirtöku og/eða samrunaaðila og hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun. Ef einblínt er um of á kaupin sjálf án þess að huga að fyrrnefndum þáttum geta afleiðingarnar orðið þær að of hátt verð er greitt fyrir fyrirtækið, ofmat á sparnaði og samlegðaráhifum svo markmið nást ekki, samþætting verður of tímafrek svo stjórnendur missa sjónar á markmiðum sínum, eða of mikill niðurskurður grefur undan þeim þáttum sem stuðla eiga að vexti. Við leggjum áherslu á langtímamarkmið og að samruninn verði arðbær og sjálfbær.

Kaup, sala og sameining fyrirtækja
Fylgstu með okkur

Contact us

Valgerður Valgeirsdóttir

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Sigurður Óli Sigurðarson

Sigurður Óli Sigurðarson

Sviðsstjóri, Fyrirtækjaráðgjöf, PwC Iceland

Sími 840 5349

Hide