Rekstrar- og fjárhagsáætlanagerð

Mikilvægt er að rekstrar- og fjárhagsáætlanir innan viðskiptaáætlana séu vandlega útbúnar og raunsæjar svo fyrirtæki viðhaldi áhuga fjárfesta fyrir áframhaldandi fjárfestingum og fjármögnunum og laði að mögulega fjárfesta. Rekstrar- og fjárhagsáætlanir ættu að endurspegla nákvæmlega vöruþróun, markaðssetningu, framleiðslu, áætlanir og stefnur fyrirtækis, sem ætti að vera lýst í hverjum hluta viðskiptaáætlunar.

Tilgangur rekstrar- og fjárhagsáætlunargerðar er að sýna fjárfestum fram á að stjórnendur hafi nákvæma og úthugsaða áætlun um fjárhag og vöxt fyrirtækisins. Góð áætlanagerð útlistar nákvæmlega hver fjárhagsáætlunin er í samræmi við rekstrarleg markmið fyrirtækis sem fjárfestar geta svo notað til að taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar sínar.

Í flestum tilvikum ætlast fjárfestar til að fá nákvæma fjárhagsáætlun í rekstraráætlun, þ.m.t. efnahagsreikninga, rekstrarreikninga og sjóðstreymi fyrir síðustu 3 til 5 ár. Algengt er að sýna fjárhagsreikninga eftir mánuðum eða ársfjórðungum með útskýringum. Einnig ætti að koma fram söluáætlun og framleiðslukostnaður.

PricewaterhouseCoopers veitir aðstoð og ráðgjöf við að útbúa rekstrar- og fjárhagsáætlanir svo allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram á skýran og einfaldan máta. PwC hefur mikla reynslu af rekstrar- og fjárhagsáætlanagerð og býr að sérfræðingum á því sviði.

Rekstrar- og fjárhagsáætlanagerð

Contact us

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Contact us

Sigurður Óli Sigurðarson

Sviðsstjóri, Fyrirtækjaráðgjöf

Sími 840 5349

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur

Sími 840 5333

Fylgstu með okkur
Hide