Huldurannsóknir

Huldurannsóknir leggja mat á hver vinnubrögð starfsfólks við afgreiðslu og þjónustu eru í reynd.

Vel skipulagðar huldurannsóknir eru verðmætt tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að auka og viðhalda góðri þjónustu og stuðla þannig að tryggð viðskiptavina sinna.

Meginmarkmið huldurannsókna er að meta gæði þjónustu starfsfólks um leið og þjónustan er veitt. Þannig fást vísbendingar um hvernig þjónustan er í raun og veru og hvort þjónustustefnu fyrirtækisins sé framfylgt.

Niðurstöður huldurannsókna eru gjarnan notaðar til árangurs-stjórnunar með markvissri og uppbyggilegri endurgjöf til starfsfólks. Þegar árangursstjórnun er byggð á niðurstöðum huldurannsókna er mikilvægt að framkvæma þær reglulega og miðla niðurstöðum jafnóðum til starfsfólks.

  • Hvernig er þjónusta fyrirtækisins í reynd?
  • Fylgir starfsfólkið þjónustustefnu fyrirtækisins?
  • Hvaða skilaboð sendir starfsfólk fyrirtækisins frá sér?
Huldurannsóknir

Contact us

Hafsteinn Einarsson

Fyrirtækjaráðgjöf

Sími 550 5354

Þorkell Guðmundsson

Fyrirtækjaráðgjöf

Sími 550 5234

Fylgstu með okkur