Innra eftirlit

Start adding items to your reading lists:
or
Save this item to:
This item has been saved to your reading list.

Innra eftirlit hefur verið skilgreint sem ferli sem mótast af stjórn fyrirtækis, innri stjórnendum þess og starfsmönnum. Innra eftirliti er ætlað að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að hafa stjórn á rekstri þeirra.

Tilgangur innra eftirlits er að veita hæfilega vissu um að fyrirtækið nái eftirtöldum markmiðum:

  • Árangur og skilvirkni í starfseminni
  • Áreiðanlegar fjárhagsupplýsingar
  • Samkvæmni við lög og reglur

Innra eftirlit er ekki einstök aðgerð framkvæmd af einhverjum tilgreindum aðila innan eða utan fyrirtækisins heldur röð aðgerða sem finna má víðs vegar í fyrirtækinu og snertir ólík störf. Innra eftirlit er í raun samtvinnað eðlilegri starfsemi fyrirtækisins og hluti af starfsháttum þess en ekki byrði á annars eðlilegum umsvifum fyrirtækisins.

PwC býður fyrirækjum aðstoð við athugun á innra eftirliti með því meðal annars að:

  • Meta áhættu sem gæti ógnað markmiðum fyrirtækisins
  • Setja upp nauðsynlegar eftirlitsaðgerðir sem falla að störfum í fyrirtækinu
  • Meta eftirlitsumhverfi
  • Greina þörf fyrir upplýsingar og meta áreiðanleika þeirra
  • Koma á stjórnendaeftirliti

PwC býður einnig þjónustu á sviði innri endurskoðunar sem felst í reglubundinni úttekt á stöðu og virkni innra eftirlits fyrir stjórn fyrirtækis.

 

Contact us

Jón Sigurðsson
Löggiltur endurskoðandi
Sími 550 5387
Hafðu samband

Auðbjörg Friðgeirsdóttir
MBA
Sími 550 5369
Hafðu samband

Fylgstu með okkur