Kerfis- og ferlagreiningar (SPA)

Umhverfi upplýsingatækni og reikningsskila er stöðugt að verða flóknara í viðskiptaheimi nútímans á sama tíma og menn reiða sig enn meira á þær upplýsingar sem koma frá upplýsingakerfum og unnar eru eftir ákveðnum verkferlum. Auk þess er með nýjum reglum í mörgum löndum lögð meiri áhersla á innri eftirlitsþætti og oft krafist sjálfstæðrar staðfestingar á skilvirkni innra eftirlits.

Áhersla á mótun, skráningu og virkni eftirlitsþátta er bráðnauðsynleg til að tryggja að upplýsingar sem notaðar eru við reikningsskil og ákvarðanatöku stjórnenda séu nákvæmar og nýjar.

Ef staðan er þessi:

 • Þig vantar staðfestingu á gæðum þeirra upplýsinga sem upplýsingakerfi þín reiða fram.
 • Þú þarfnast aðstoðar við skráningu eða prófun á innri eftirlitsþáttum við reikningsskil. 
 • Þú þarfnast sjálfstæðrar könnunar á viðskiptaferlum og uppbyggingu eftirlitsþátta í fyrirtæki þínu, þar með talið að greina veikleika og möguleika til breytinga á aðgerðum í eftirlitsumhverfinu.
 • Þú reiðir þig á fjárhagslegar upplýsingar frá þriðja aðila og þarfnast sjálfstæðrar staðfestingar á þeim upplýsingum. 
 • Fyrirtæki þitt veitir öðru fyrirtæki þjónustu og er beðið um að útvega staðfestingarskýrslu fyrir þjónustuvottun.
 • Þú ert að innleiða eða hefur nýlega innleitt nýtt upplýsingakerfi og vilt láta kanna eftirlitsþætti í upplýsingaumhverfinu.
 • Þú stendur í sameiningu eða annars konar umbreytingu og þarft að kanna áreiðanleika upplýsingakerfa og eftirlitsþátta í eftirlitsumhverfinu.

Hvernig getur PwC hjálpað þér?

Með kerfis- og ferlagreiningu okkar (SPA) veitum við þjónustu sem tengist eftirlitsþáttum í reikningsskilaferlinu hvað varðar fjárhagsferla og stjórn upplýsingakerfa. Með kerfis- og ferlagreiningu, bæði fyrir viðskiptavini sem við framkvæmum endurskoðun hjá og aðra, bjóðum við:

 • Könnun á almennum eftirlitsþáttum í upplýsingaumhverfinu.
 • Fjárhagsleg og rekstrarleg verkfæri//könnun á stjórnun viðskiptaferla
  Könnun á öryggi gagnagrunna.
 • Staðfestingu þriðja aðila og álitsgjöf.
 • Hlítni við lög og reglur (lagaákvæði um friðhelgi einkalífs, staðlar um öryggi gagna).
 • Könnun á áreiðanleika upplýsingakerfa og eftirlitsþátta í upplýsingaumhverfinu.
 • Eftirlit og eftirfylgni með innleiðingarferli upplýsingakerfa.
 • Gagnaþjónustu (til dæmis tölvustudd endurskoðunartækni (CAAT), könnun á gæðum gagna).
 • Könnun á tölvuöryggi. Áhættugreining og stöðlun í upplýsingatækni.
 • ERP-könnun á stillingu lykilþátta og sjálfvirkra aðgerða innan viðskiptaferla til að koma á réttum stillingum.

Contact us

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, PwC Iceland

Sími 550 5387

Jana Flieglova

CISA, Manager, PwC Iceland

Sími 550 5364

Fylgstu með okkur