Skip to content Skip to footer

Ráðgjöf við uppsetningu jafnlaunakerfis

PwC í fararbroddi

PwC hóf fyrst fyrirtækja á Íslandi árið 2010 að mæla launamun í fyrirtækjum. Við kölluðum greininguna  jafnlaunaúttekt, en aðilar sem mældust með minni launamun en 3,5% hlutu gullmerki PwC. Í jafnlaunastaðlinum ÍST85 er slík greining nefnd launagreining.

Við höfum framkvæmt slíka greiningu fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana. Einnig höfum við aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við uppsetningu jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST85.

Gullmerki PwC

Skref til jafnlaunavottunar

Starfaflokkun

Í sameiningu metum við öll störf í fyrirtækinu. Verðmætamat starfa byggir á viðmiðum og undirviðum sem fá mismunandi vægi.

Eftir að verðmætamat starfa liggur fyrir vinnum við launagreiningu á grundvelli þeirra launa- og mannauðsgagna sem óskað er eftir.

Jafnlaunastaðall ÍST85 setur fram kröfur um skjölun verklagsreglna og stefnuskjala. Við aðstoðum við uppsetningu á jafnlaunakerfi fyrirtækis.

Skilgreining á launaspönn fyrir hvern starfahóp og tengt við markaðslaun. Þessi þáttur er valkvæður, þess er ekki krafist skv. staðlinum.

Fyrirtækið pantar sjálft úttekt hjá vottunaraðila. Við getum setið hluta úttektar sé þess óskað. 


Jafnlaunastaðallinn ÍST85

Hverjir þurfa að innleiða staðalinn?

Breytingar á jafnréttislögum 10/2008 hafa í för með sér að atvinnurekendum með 25 eða fleiri starfsmenn er nú skylt að taka upp jafnlaunakerfi og fá vottun á því.

View more

Um hvað fjallar staðallinn?

Jafnlaunastaðallinn veitir leiðsögn um hvernig skal koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér.

Staðallinn kveður á um að koma upp jafnlaunakerfi sem innleiðir markvissar og faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni, markmiðasetningu og stöðugar umbætur.

Í staðlinum sjálfum eru ekki settir fram sérstakir mælikvarðar á frammistöðu í jafnlaunamálum eða viðmið í launaspönn.

View more

Hvert er markmiðið?

Markmiðið er að sýna fram á að konur og karlar sem starfi hjá fyrirtækinu njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

View more

Fylgstu með okkur

Contact us

Hafsteinn Einarsson

Hafsteinn Einarsson

Sérfræðingur, Senior Manager, PwC Iceland

Sími 550 5354

Hide