Markaðslaun á Íslandi

Launaviðmið yfir 150 starfsheiti

Hvað eru Markaðslaun á Íslandi?

Markaðslaun á Íslandi er stærsta og öflugasta launaviðmið starfsheita á Íslandi. Árlega birtast í skýrslunni nýjar upplýsingar um markaðslaun um og yfir 150 starfsheita. Að baki niðurstöðunum liggja upplýsingarnar um septemberlaun 15-20 þúsund launþega eða u.þ.b. 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Markaðslaun á Íslandi byggir á greiningu septemberlauna ár hvert beint úr launabókhaldi fyrirtækja. Þessi aðferðarfræði tryggir áreiðanleika gagnanna og hinn mikli fjöldi launafólks í könnuninni gerir þér kleift að skoða niðurstöður jafnt á breiðum grundvelli sem og að greina nánar einstök starfsheiti.

Undanfarin ár hefur skýrslan stækkað og eflst jafnt og þétt bæði hvað varðar fjölda fjölda fyrirtækja sem leggja til launagögn sem og fjöldi launaupplýsinga (launþega) sem niðurstöður byggja á. Með stækkandi hópi þátttökufyrirtækja verða launaviðmiðin sífellt nákvæmari og betri jafnvel fyrir fágæt starfsheiti. 

Störf eru flokkuð í grunninn eftir ÍSTARF flokkunarkerfinu, en einnig er horft til starfheitis innan fyrirtækis og þrepastöðu viðkomandi í skipuriti. Mikil vinna er lögð í flokkun launþega í viðeigandi starfsheiti til að tryggja að störf séu eins samanburðarhæf og kostur er.

Tveir einstaklingar að takast í hendur

Framsetning niðurstaðna

Niðurstöður eru skýrar og aðgengilegar. Þátttakendur fá skýrslu með heildarniðurstöðum í byrjun árs. Í skýrslunni eru settar fram upplýsingar um markaðslaun á Íslandi eftir starfsheitum á skýran og greinargóðan hátt. Þar sjást meðal annars meðallaun og launadreifing ásamt samsetningu launa í grunnlaun og ýmsar aukagreiðslur og hlunnindi.

Þá er boðið upp á að fá niðurstöður afhentar sem flettiskrá (e. list box) í Excel skjali. Þetta gerir niðurstöðurnar afar aðgengilegar að vinna með.

Kápa Markaðslauna á Íslandi 2019

Hvernig tek ég þátt?

Öllum fyrirtækjum er frjálst að taka þátt í Markaðslaunum á Íslandi með því að leggja til launagögn fyrir septemberlaun 2019.

Við bjóðum þér að taka þátt í Markaðslaunum á Íslandi árið 2019. Fylltu út formið neðst á síðunni og við verðum í sambandi.Sérgreiningar

Launaviðmið sem hentar þínu fyrirtæki

Mörg fyrirtæki og stofnanir á Íslandi búa við sérstöðu með einhverjum hætti, hvort heldur í formi sérhæfðs rekstrar eða þjónustu eða sértækra starfa og starfsheita. Því getur það hentað misvel að miða launasetningu fyrirtækisins við almenn launaviðmið. Með sérgreiningu í Markaðslaunum PwC býðst að gera sérhæfðan samanburð með því að velja út ákveðin samanburðarfyrirtæki sem henta vel til samanburðar og mismunandi samanburðarhópa eftir ólíkum tegundum starfa. Þannig tryggir þú launasamanburð sem hæfir þínu fyrirtæki best og því launafyrirkomulagi sem til staðar er.
 

Verðskrá 2020

Þjónustuþáttur

Verð án vsk

Grunngjald (ein útprentuð skýrsla og .pdf skýrsla)

230.000 kr.

Afsláttur ef gögnum er skilað inn fyrir 25. október

-27.000 kr.

Valkvæðir þjónustuþættir:

 

Flettiskrá í Excel (starfsheiti á íslensku)

50.000 kr.

Flettiskrá í Excel (starfsheiti á ensku)

50.000 kr.

Flettiskrá í Excel (starfsheiti á ensku og íslensku) 75.000 kr. 

Þriggja ára skuldbindandi samningur veitir 15% afslátt af heildarþátttökugjaldi.

Fylgstu með okkur

Contact us

Hafsteinn Einarsson

Hafsteinn Einarsson

Sérfræðingur, Senior Manager, PwC Iceland

Sími 550 5354

Hide