Markaðsrannsóknir

Öll fyrirtæki eða félög  starfa á markaði með einum eða öðrum hætti, jafnt einkafyrirtæki sem stofnanir á vegum hins opinbera.   Hóparnir sem verið er að þjónusta eða höfða til geta verið mismunandi og þjónustan eða varan sem veitt er gerólík. 

Sama hvert verkefnið er þá eiga allir stjórnendur sammerkt að þurfa á upplýsingum að halda.  Þeir þurfa að skilja sinn markað og fylgja honum eftir í þróun og breytingum. Til þess að gera það sem best er þörf á upplýsingum um markaðinn og frá einstaka markhópum. Þetta geta verið upplýsingar af ýmsum toga s.s. um markhópa, viðhorf þeirra, væntingar, notkun og kauphegðun.  Upplýsingar um styrkleika og veikleika vörumerkja eða fyrirtækis sem og samkeppnisaðila. Upplýsingar um lýðfræði, breytingar og þróun í samfélaginu eða á markaði.

PwC beitir öllum helstu viðurkenndum rannsóknaraðferðum bæði megindlegum (quantitative) og eigindlegum (qualitative) s.s. spurningakannanir, netkannanir, rýnihópar, djúpviðtöl, gagnasöfnun o.fl.

Mikilvægt er að greina þær upplýsingar sem skipta mestu máli á þínum markaði
og fylgjast svo reglulega með þróun þeirra.   Við búum yfir víðtækri reynslu í að greina upplýsingaþörf og leita bestu lausna fyrir þig.

Hvaða upplýsingar vantar þig?

  • Markaðsstaða og hlutdeild
  • Hegðun og væntingar markhópa
  • Vitund fyrir vöru eða þjónustu
  • Ímynd
  • Auglýsingaeftirtekt og áhrif
  • Staðsetning gagnvart  samkeppnisaðilum
  • Viðhorf til álitamála í samfélaginu
Markaðsrannsóknir

Contact us

Hafsteinn Einarsson

Sérfræðingur, Senior Manager

Sími 550 5354

Fylgstu með okkur