Alþjóðlegur skattaréttur

Alþjóðleg skattaráðgjöf

Félög og einstaklingar, sem stunda viðskipti á alþjóðlegum vettvangi, verða að taka tillit til mismunandi skattareglna sem gilda í viðkomandi löndum. Einnig verða einstaklingar, sem flytjast búferlum milli landa, að vera meðvitaðir um skattalega stöðu sína þegar slíkt ber undir.

Sérstaklega mikilvægt er að huga vel að skattamálum við skipulagningu á starfsemi fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Skattskipulagning í einstökum viðskiptum getur haft mikil áhrif á hagnaðarhlutfall og koma þar ýmis atriði til skoðunar, svo sem fjármögnun, félagsform, eignarhald, verðlagning og gjaldfærsluheimildir. Í þessu sambandi skiptir jafnframt máli að til staðar séu tvísköttunarsamningar milli viðkomandi ríkja sem koma í veg fyrir tvískattlagningu.

PwC er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki og meðal þeirra stærstu á sínu sviði í heiminum. Af því leiðir að viðskiptamenn PwC á Íslandi hafa aðgang að hæfustu sérfræðingum á sviði skattaréttar um allan heim. Lögfræðingar og aðrir sérfræðingar PwC bjóða upp á alhliða ráðgjöf á þessu sviði; allt frá ráðgjöf til einstaklinga og ráðgjöf varðandi beitingu og túlkun á tvísköttunarsamningum yfir í sérhæfðari úttektir og skattalega skipulagningu í tengslum við alþjóðleg viðskipti.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.

Alþjóðlegur skattaréttur
Fylgstu með okkur

Contact us

Jón Ingi Ingibergsson

Jón Ingi Ingibergsson

Sviðsstjóri, Skatta- og lögfræðiráðgjöf, PwC Iceland

Sími 550 5342

Hide