Mannauður í alþjóðlegu umhverfi

Huga þarf að mörgum þáttum þegar fyrirtæki ráða til sín erlenda starfsmenn eða senda starfsmenn sína til starfa í öðru landi. Leita þarf leiða til þess að tryggja hagsmuni fyrirtækisins um leið og starfsmanninum er tryggt félagslegt og skattalegt öryggi.

Í þessu sambandi reynir oft á samspil íslenskra skattareglna, tvísköttunarsamninga og skattlagningarreglna annarra landa hvort sem starfsmaður fyrirtækis þarf að dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma.

Starfsmenn PwC búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á lögfræði og skattaumsýslu vegna dvalar og búsetu erlendra starfsmanna hér á landi og eins þegar íslenskir starfsmenn taka sér búsetu erlendis.

Hafðu samband og kannaðu hvað sérfræðingar PwC geta gert fyrir þig þegar kemur að skattlagningu einstaklinga, tryggingamálum þeirra, hlunnindum og eftirlaunum. Sem dæmi um þjónustu okkar má nefna:

  • Skattaráðgjöf þegar starfsmenn koma hingað til lands til að vinna á vegum fyrirtækis eða þegar starfsmenn eru sendir til annarra landa
  • Ráðgjöf og umsýsla í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi
  • Ráðgjöf og öflun skattkorta og kennitölu eða trygginganúmers
  • Ráðgjöf í tengslum við eftirlaun- og/eða lífeyri
  • Kaupréttarsamningar, bónusgreiðslur og starfstengd hlunnindi
  • Ráðningarsamningar og útfærsla á efni slíkra samninga
  • Öll umsýsla og samskipti við skattayfirvöld
  • Félagslegar tryggingar, E101 (A1) vottorð o.fl.
Mannauður í alþjóðlegu umhverfi
Fylgstu með okkur

Contact us

Jón Ingi Ingibergsson

Jón Ingi Ingibergsson

Sviðsstjóri, Skatta- og lögfræðiráðgjöf, PwC Iceland

Sími 550 5342

Hide