Netöryggislög (NIS)

Eruð þið tilbúin fyrir netöryggislögin?

Í september 2020 taka gildi lög um netöryggi, svokölluð NIS lög. Lögin eru þau fyrstu sem fjalla um netöryggi á Íslandi og taka mið af tilskipun Evrópusambandsins frá 2016 um sameiginlegar kröfur og ráðstafanir til að auka öryggi mikilvægra net- og upplýsingakerfa (NIS Directive - EU directive on the security of Network and Information Systems).

Markmiðið er að auka öryggi net- og upplýsingakerfa sem koma við sögu í rekstri mikilvægra efnahags- og samfélagslegra innviða, svo sem bæta viðnámsþrótt komi til netárása og samræma viðbrögð við slíkum atvikum.

Netöryggislögin ná til margskonar starfsemi.

  • Bankastarfsemi
  • Rekstur verðbréfamarkaða
  • Flug og siglingar
  • Rekstur samgöngumannvirkja
  • Rekstur fjarskiptakerfa
  • Heilbrigðisþjónusta
  • Rafmagnsveita
  • Hitaveita
  • Vatnsveita

Svona getum við aðstoðað þig

Byggt á nálgun og aðferðum PwC í Evrópu bjóðum við sérhæfða þjónustu til að tryggja eða staðfesta að fyrirtæki þitt uppfylli netöryggislögin á skilvirkan og árangursríkan hátt. Sú vinna mun einnig stuðla að bættu netöryggi og bættum viðbrögðum við netógnum. 

 

Skoðaðu aðrar þjónustur PwC á sviði netöryggis

Fylgstu með okkur

Contact us

Birgir R. Þráinsson

Birgir R. Þráinsson

Sérfræðingur, Senior Manager, PwC Iceland

Sími 840 5384

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 840 5387

Hide