Fjárfesting í þekkingu fyrir stafræna framtíð
Atvinnumarkaðurinn breytist hratt og á næstu árum er því spáð að um það bil helmingur allra starfa gætu breyst og eða önnur komi í þeirra stað. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að starfsmenn tileinki sér aukna þekkingu til að mæta breyttu, stafrænu, daglegu lífi. En hvar er best að byrja? Næstu fjögur árin mun PwC á heimsvísu fjárfesta þremur milljörðum bandaríkjadala í átak undir yfirskriftinni New world. New skills. (Nýr heimur. Ný færni.), þ.m.t. þjálfun starfsmanna okkar ásamt því að fjárfesta í tækni sem mun þjóna samfélagi okkar og viðskiptavinum.
Fræðast meira um átak PwC um New world. New skills.
Digital Fitness Assessment er smáforrit sem er hannað til að auka stafræna færni fólks. Byrjað er á því að kortleggja þekkingarstig hvers og eins og síðan valið hvaða svið og greinar þörf er á að stykja frekar.
Fólk lærir á eigin hraða og velur hvaða aðferð hentar best við fræðsluna; myndbönd, greinar, hlaðvörp, eða kannski sambland af þessu öllu. Með reglulegri ástundun getur fólk ræktað sjálft sig til stafrænnar færni.
PwC býður frían aðgang að smáforritinu Digital Fitness Assessment til 31. júli 2021. Slástu í för með okkur með því að hlaða smáforritinu í símann og byrjaðu vegferð þína til aukinnar stafrænnar færni. Ekki hika við að hvetja aðra í kringum þig til þess sama.
Það er forgangsverkefni stjórnvalda, fyrirtækja og samfélaga að þróa stafræna færni. Hér getur þú horft á stiklu úr heimildarmyndinni “Bridging the Digital Divide” þar sem ýmsir aðilarútskýra hvers vegna uppfærsla í stafræna færni er orðin svo áríðandi.
Störf framtíðarinnar eru þess eðlis að það þarf nýja tegund færni til að sinna þeim. Um er að ræða færni sem erfitt getur verið að öðlast ef tækifæri skortir. Þess vegna hefur PwC á heimsvísu gengið til samstarfs við UNICEF til að aðstoða við fræðslu milljóna ungmenna.
Samstarfið mun styðja við fjölþjóðasamstarfið Generation Unlimited,sem er fræðsluátak sem miðar að því að aðstoða 1,8 milljarða ungmenna við umskiptin frá skóla til vinnu til ársins 2030. Saman munum við vinna með ungu fólki, fyrirtækjum og opinberum aðilum til að skapa nauðsynlegan ramma og skilyrði fyrir ungmenni, til að ná árangri.
Þetta samstarf er mikilvægur áfangi í New world. New skills. vegferð PwC.
Fræðast meira um samstarf Unicef og PwC