Skýrsla um gagnsæi

Í lögum um endurskoðendur, sem samþykkt voru á Alþingi 12. júní 2008, kemur fram að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki sem hafa með höndum endurskoðun eininga tengdra almannahagsmunum skulu árlega birta á vefsetri sínu skýrslu um gagnsæi.

PwC ehf. hefur sett sér reglur um gæði þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir og reglur um gæðaeftirlit til að tryggja að gæði þjónustunnar séu sem best á hverjum tíma.

Reglur PwC ehf. um gæðaeftirlit í endurskoðun uppfylla kröfur sem fram koma í lögum um endurskoðendur nr. 79/2008, siðareglum endurskoðenda og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Þeir alþjóðlegu staðlar sem þar koma helst til álita eru: International Standard on Quality Control - ISQC 1 og Quality Control for an Audit of Financial Statements - ISA 220.

Contact us

Friðgeir Sigurðsson

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5366

Fylgstu með okkur