PwC ehf. hefur sett sér reglur um gæði þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir og reglur um gæðaeftirlit til að tryggja að gæði þjónustunnar séu sem best á hverjum tíma.
Reglur PwC ehf. um gæðaeftirlit í endurskoðun uppfylla kröfur sem fram koma í lögum nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, siðareglum endurskoðenda og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Þeir alþjóðlegu staðlar sem þar koma helst til álita eru: International Standard on Quality Control - ISQC 1 og Quality Control for an Audit of Financial Statements - ISA 220.