Skip to content Skip to footer

PwC í hnotskurn

PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar.

PwC er meðal stærstu fyrirtækja í sinni grein með eftirfarandi meginmarkmið:

 • PricewaterhouseCoopers skal tryggja óhæði og trúverðugleika í störfum sínum.
 • PricewaterhouseCoopers veitir ávallt bestu faglegu þjónustu sem völ er á.
 • PricewaterhouseCoopers tryggir aðgengi að nýjungum og þróun í þjónustu með markvissu innra starfi, endurmenntun og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
 • PricewaterhouseCoopers skapar eftirsóknarvert umhverfi fyrir metnaðarfullt, vel menntað og framsækið starfsfólk.
 • PricewaterhouseCoopers skal vera arðsamt fyrirtæki með traustan fjárhag.
 • Einkunnarorð PricewaterhouseCoopers eru: Fagmennska – Þekking – Samvinna

Starfsmenn PwC eru um 115 á Íslandi. Skrifstofur okkar eru á eftirfarandi stöðum:

 • Reykjavík, Skógarhlíð 12, pwc.reykjavik (hjá) pwc.com
 • Akureyri, Glerárgötu 30, pwc.akureyri (hjá) pwc.com
 • Húsavík, Garðarsbraut 26, pwc.husavik (hjá) pwc.com
 • Selfoss, Austurvegi 56, pwc.selfoss (hjá) pwc.com
 • Hvolsvöllur, Austurvegi 4, pwc.hvolsvollur (hjá) pwc.com
 • Reykjanesbær, Hafnargötu 57, pwc.keflavik (hjá) pwc.com

Af erlendum vettvangi

PricewaterhouseCoopers starfar í 158 löndum og starfsmenn eru um 250.000. Skipting starfsmanna er þannig eftir heimshlutum:

 • Vestur Evrópa 30%
 • Mið Austurlönd og Afríka 6%
 • Norður-, Mið-, og Suður Ameríka og Karíbahafseyjar 28,5%
 • Asía 27,5%
 • Ástralía og Eyjaálfa 3,5%
 • Mið- og Austur Evrópa 4,5%

Sagan

PricewaterhouseCoopers varð til við samruna fyrirtækjanna Price Waterhouse og Coopers & Lybrand – árið 1998. Fyrirtækið byggir því á gömlum merg með um 170 ára starfssögu. Helstu viðburðir í sögu fyrirtækjanna eru raktir hér:
 

1849 Samuel Lowell Price tekur til starfa í Lundúnum.
1854 William Cooper opnar eigin endurskoðunarskrifstofu í Lundúnum. Sjö árum síðar fær skrifstofan nafnið Cooper Brothers
1865 Price, Holyland og Waterhouse hefja samstarf 1874, og fara að starfa undir nafninu Price, Waterhouse & Co.
1898 Þessir hafa allir hafið störf á þessum tíma Robert H. Montgomery, William M. Lybrand, Adam A. Ross Jr. og bróðir hans T. Edward Ross frá Lybrand, Ross bræður og Montgomery
1957 Cooper Brothers & Co (UK), McDonald, Currie & Co (Canada) og Lybrand, Ross Bros & Montgomery (US) renna saman og mynda Coopers & Lybrand
1982 Þetta ár er alþjóðafyrirtækið Price Waterhouse World Firm stofnað
1990 Víðsvegar um heiminn renna saman fyrirtækin Coopers & Lybrand og Deloitte Haskins & Sells
1998 Price Waterhouse og Coopers & Lybrand sameinast í PricewaterhouseCoopers
Fylgstu með okkur
Hide