Siðareglur PwC skilgreina þær vinnuaðferðir og hegðun sem við væntum af öllu okkar starfsfólki; að starfa sem fagfólk, stunda viðskipti af heilindum, hafa í heiðri orðspor viðskiptavina okkar sem og okkar eigið. Koma fram við fólk og umhverfið af virðingu og aðhafast ætíð af félagslegri ábyrgð.
Siðareglurnar eru viðauki við þau lög, reglur og innri stefnur sem við störfum eftir. Ástæða þess að við höfum innleitt sérstakar siðareglur er vegna þess að við teljum það mikilvægt að viðskiptavinir okkar, starfsfólk og aðrir skilji hvað við stöndum fyrir og hvers þeir geta vænst af okkur. Siðareglur PwC eru óaðskiljanlegur hluti vinnuaðferða okkar alls staðar í heiminum. Við vinnum að sameiginlegum markmiðum og hugum að siðferðislegum hliðum starfs okkar.
© 2017 - Thu Jan 21 13:00:20 UTC 2021 PwC. Allur réttur áskilinn. PwC vísar til alþjóðlegu PwC samsteypunnar og/eða eins eða fleiri aðildarfyrirtækja, sem hvert fyrir sig eru sjálfstæðir lögaðilar. Vinsamlegast skoðið www.pwc.com/structure fyrir frekari upplýsingar.