Fyrirtæki í ferðaþjónustu

Uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur verið með ólíkindum á undanförnum árum og hefur haldist í hendur við mikla aukningu á heimsóknum erlendra ferðamanna til landsins. Á árinu 2016 heimsóttu um 1,8 milljónir ferðamanna landið og telja þeir sem best til þekkja að þessi aukning haldi áfram og að fjöldi ferðamanna fari yfir tvær og hálfa milljón á árinu 2018.

Skráðum fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu hefur fjölgað mikið undanfarið og langt umfram það sem sést á öðrum sviðum atvinnulífsins. Þannig fjölgaði ferðaskrifstofum og –skipuleggjendum um nærri 500 aðila frá 2008 til 2014 og gæti sú mikla aukning að einhverju leyti skýrst af því að þarna falla undir lítil fyrirtæki og einyrkjar.

Starfsfólk PwC hefur fundið vel fyrir þeirri aukningu sem hefur orðið í greininni og miklum áhuga stjórnenda minni fyrirtækja og rekstraraðila á frekari upplýsingum varðandi ýmsa þætti er tengjast rekstri fyrirtækja þeirra og falla undir verksvið PwC.

Markmið þessa bæklings er að svara algengum spurningum sem við höfum fengið frá smærri rekstraraðilum í ferðaþjónustu á einfaldan en skipulagðan hátt. Lítill bæklingur á borð við þennan nær eðlilega ekki að svara öllum spurningum sem geta komið upp. Við hvetjum því rekstraraðila til að hafa samband við starfsfólk PwC sem er tilbúið að aðstoða eins og kostur er.

Fylgstu með okkur