Sjálfbærniskýrsla PwC 2023

Sjálfbærniskýrsla PwC 2023 

Sjálfbærniskýrsla Pricewaterhousecoopers ehf. (PwC) hefur nú verið tekin saman í fjórða sinn og kynnir megináherslur félagsins og frammistöðu á sviði samfélagsábyrgðar.

Skýrslan endurspeglar áherslur félagsins á sviði umhverfismála, ábyrgra stjórnarhátta, mannauðsmála og samfélagslegrar þátttöku á rekstrarárinu FY23 sem nær frá 1. júlí 2022 til 30. júní 2023.

Skýrslan er unnin í samræmi við Global Reporting Initiative staðalinn (GRI Core), en staðallinn styður fyrirtæki við miðlun og uppsetningu upplýsinga um samfélagsábyrgð á skipulagðan og gagnsæjan hátt.

PwC setur sér árleg markmið á sviði sjálfbærni- og samfélagsmála. Alls voru í ár sett 18 markmið, í takt við helstu viðfangsefni félagsins á sviði samfélagsábyrgðar. Markmiðin og árangur þeirra á rekstrarárinu er að finna í skýrslunni.

Fylgstu með okkur