{{item.title}}
Með betri áhættuvitund stjórnenda og ríkari kröfum samfélagsins um góða stjórnsýsluhætti hefur áhersla á styrkleika innra eftirlits aukist. Á sama tíma hefur mikilvægi virðisaukandi innri endurskoðunar aukist til muna, sér í lagi í félögum tengdum almannahagsmunum. Félög tengd almannahagsmunum eru t.d. bankar, lífeyrissjóðir, vátryggingarfélög og félög sem hafa verðbréf sín skráð á verðbréfamarkaði.
PwC hefur mætt þessum kröfum með því að bjóða viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði áhættumiðaðrar innri endurskoðunar sem ætlað er að leggja mat á og bæta virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta.
Þjónustan nær til allra þeirra félaga og stofnana sem starfrækja eða ætlað er að starfrækja innri endurskoðunardeildir samkvæmt lagakröfum þar um. Þjónustan nær einnig til þeirra félaga og stofnana sem kjósa að vera með virka innri endurskoðun án sérstakra lagakrafna þar að lútandi.
Þjónustunni er ætlað að veita stjórn og stjórnendum stuðning vegna lögbundins eftirlitshlutverks þeirra og að styðja við störf endurskoðunarnefnda og ytri endurskoðenda.
PwC hefur á að skipa sérfræðingum með víðtæka reynslu og þekkingu og getur boðið viðskiptavinum sínum aðgang að teymi með mikla verkefnareynslu og þjálfuð samræmd vinnubrögð. Auk þess er PwC hluti af neti fyrirtækja sem eru í samstarfi, með alþjóðlegan þekkingarbrunn og tækni á sviði innri endurskoðunar