Tilgangurinn með góðum stjórnarháttum felur í sér að stjórnarhættir félags séu ávallt í samræmi við lög og reglur og að þeir styrki jafnt innviði félaga sem og efli almennt traust á markaði. Mikilvægt er að allir hagaðilar treysti því að gagnsæjar leikreglur gildi um rekstur fyrirtækja.
Til að stjórn og stjórnendur geti tileinkað sér góða stjórnarhætti er mikilvægt að hlutverk og ábyrgð þeirra séu þeim skýr og ljós. Góðir stjórnarhættir byggjast á ferli sem tryggir vandaðar ákvarðanir stjórnenda sem teknar eru með bestu fáanlegum upplýsingum. Þannig sýna stjórnendur að þeim er umhugað um vönduð vinnubrögð og skapa félaginu traust á markaði.
Undanfarin ár hefur PwC komið að fjölmörgum úttektum og aðstoð að regluverki góðra stjórnarhátta og er þjónusta okkar mjög fjölbreytt á þessu sviði.
Við veitum ráðgjöf, þarfagreiningar er varðar innleiðingu á góðum stjórnarháttum til samræmis við leiðbeiningar frá Verslunarráði Íslands, samtökum atvinnulífsins og NASDAQ OMX kauphöll.
PwC tekur að sér að halda vinnustofur um góða stjórnarhætti eða sérsniðin námskeið sem hluti af endurmenntun stjórnar og/eða undirnefndir stjórna.
Úttektir á stjórnarháttum er mikilvægt ferli fyrir félög og hefur viðurkenningin, fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum, sem uppfyllir þarfir markaðsins, verið eftirsótt.
Vinnan byggir á viðmiðum fyrir góða stjórnarhætti sem sett eru fram af samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði Íslands og NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll).
Síðasta útgáfa af viðmiðum kom fram 2021 en þessir aðilar gáfu út sínar fyrstu leiðbeiningar um góða stjórnarhætti árið 2004.
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á laggirnar til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda til að öðlast viðurkenninguna fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.
PwC er viðurkenndur aðili til að taka út stjórnarhætti fyrirtækja og aðstoða félög við að standast kröfur þess að fá viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Góðir stjórnarhættir samanstanda af mörgum þáttum. PwC hefur komið að úttekt einstaka þátta svo sem að taka út starfsreglur stjórnar eða taka út ákveðna þætti innleiðingar sem stjórn óskar eftir að séu teknir út.
PwC framkvæmir stjórnsýsluúttektir sem miða að því að kanna skilvirkni, hæfi og hæfni eininga til að sinna verkefni sem þeim er ætlað að bera ábyrgð á. Í verkefninu felst að greina stöðu og virkni gildandi skipurits og meta þörf fyrir breytingar á skipuriti og verkferlum með það fyrir augum að bæta þjónustu, gera rekstur skilvirkari og skýra ábyrgðasvið.
PwC býður fjölbreytta þjónustu til stjórnar félaga sem aðstoðar þau að starfrækja hlutverk sitt í samræmi við gildandi lög og reglur.
Megin hlutverk og skyldur stjórnar er að bera ábyrgð á rekstri félags. Meðal hlutverka þess er að sjá til þess að félagið komi á virku kerfi innra eftirlits og hafi forystu um að móta stefnu, setja markmið og skilgreina áhættuviðmið félagsins, bæði til skemmri og lengri tíma. Einn af mælikvörðum frammistöðu er að stjórn skal leggja reglulega mat á frammistöðu stjórnenda félagsins. Enn fremur er mikilvægt að leggja mat á árangur stjórnarstarfs.
Víðtæk reynsla PwC í innviðum fyrirtækja gerir okkur kleift að bjóða fram þjónustu við að innleiða ýmissa grunnþætti og stefnur er snúa að hlutverki og starfsreglum stjórnar.
Reynsla af skipulagi og rekstri ólíkra fyrirtækja gerir okkur mögulegt að aðstoða við skipulag og framsetningu við starfsáætlun stjórna.
Mjög mikilvægt er að fara yfir með skipulögðum hætti hvernig stjórnarstarfið gekk yfir tímabilið til að meta árangur starfsársins. Mat á árangri stjórnar er verkfæri sem nýtist til að auka skilvirkni til framtíðar. PwC tekur að sér aðstoð við árangursmat eða framkvæmd á slíku mati.
PwC býður upp á margs konar þjónustu fyrir undirnefndir stjórna.
Undirnefndir stjórna aðstoða stjórnir við upplýsingaöflun og tillögugerð í mikilvægum málefnum. Þær eru ráðgjafandi aðili en endanleg ábyrgð er hjá stjórn. Undirnefndir geta bætt starfshætti stjórnar og gert störf hennar markvissari.
Undirnefndir eiga að setja sér skýrar starfsreglur til að auðvelda þeim og öðrum að skilja hlutverk þeirra og ábyrgð. Í starfsreglum skal gera ráð fyrir að nýir nefndarmenn fái leiðsögn og upplýsingar um störf og starfshætti nefndarinnar. Undirnefndir skulu jafnframt stuðla að góðum samskiptum við stjórnendur félagsins. Dæmi um undirnefndir stjórnar eru endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og uppstillingarnefnd.
Víðtæk reynsla PwC í innviðum fyrirtækja gerir okkur kleift að bjóða fram þjónustu við að innleiða ýmissa grunnþætti og stefnur er snúa að hlutverki og starfsreglum undirnefnda stjórnar.
Reynsla af skipulagi og rekstri ólíkra fyrirtækja gerir okkur mögulegt að aðstoða við skipulag og framsetningu við starfsáætlun undirnefnda stjórna.
Mjög mikilvægt er að fara yfir með skipulögðum hætti hvernig stjórnarstarfið gekk yfir tímabilið til að meta árangur starfsársins. Mat á árangri undirnefndar stjórnar er verkfæri sem nýtist til að auka skilvirkni til framtíðar. PwC tekur að sér aðstoð við árangursmat eða framkvæmd á slíku mati.