Sjálfbærni

Við hjá PwC höfum leyst úr mikilvægum viðfangsefnum viðskiptavina okkar í áratugi og stuðlað að auknu trausti með faglegum vinnubrögðum. Mikilvægi sjálfbærni fer stigvaxandi og þörf á umskiptum í hvernig við lifum og störfum eins og kemur fram í reglulegri fjárfestakönnun PwC á heimsvísu.

Innan PwC á Íslandi starfar þverfaglegt teymi sem veitir fjölbreytta þjónustu á sviði sjálfbærni. Við viljum aðstoða viðskiptavini okkar í að efla virði sitt með því að greina og bregðast við áhættu vegna sjálfbærni og nýta þau tækifæri sem þar er að finna. Kröfur til fyrirtækja hafa aukist á undanförnum árum og með Grænum sáttmála ESB um sjálfbært hagkerfi (e. Green Deal) er gefið í, s.s. flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. EU Taxonomy), upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjármálaþjónustu (e. Sustainable Financial Disclosure Regulation, SFDR), sjálfbærniupplýsingagjöf (e. Corporate Sustainability Reporting Directive, CSRD). Markmiðið er að leiða hagkerfi Evrópu að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa hagkerfið í heimi.

Við hjá PwC veitum fjölbreytta ráðgjöf á sviði sjálfbærni, meðal annars:

PwC aðstoðar einnig við staðfestingarvinnu á ófjárhagslegum upplýsingum (e. Limited /Reliable Assurance)

Árangursvísar sjálfbærni:

  • Skilgreina sjálfbærni fyrirtækisins - bæði hvað varðar jákvæð og neikvæð áhrif og hvernig nýta má þær upplýsingar á sem uppbyggilegastan hátt?
  • Skapa menningu kringum sjálfbærni. Tryggja að allir í fyrirtækinu skilji hvað átt er við og taki þátt í vinnu að sjálfbærni, allt frá frá stjórn til hins almenna starfsmanns.
  • Tryggja að sjálfbærni sé hluti af heildarplani fyrirtækisins og sé samofin öllum meiriháttar ákvörðunum fyrirtækisins.
  • Skilgreina markmið og aðgerðir sjálfbærni sem hluta af aðgerðaáætlun fyrirtækisins.
  • Gera grein fyrir árangri og viðeigandi KPI, miðla bæði innan og utanhúss.
  • Sjálfbærni þarf að vera hluti af stjórnarháttum og upplýsingagjöf fyrirtækisins og skilgreina þarf ábyrgð innanhúss.

Tvöföld mikilvægsgreining

Samkvæmt nýjum kröfum skal sjálfbærnistarf og -upplýsingar fyrirtækja byggja á tvöfaldri mikilvægisgreiningu. Þú þarf því að vita hvað það er.

Tvöföld mikilvægisgreining (e. Double materiality assessment) gerir kröfur um að fyrirtæki greini áhrif í báðar áttir; hvernig fyrirtækið hefur áhrif á samfélag og umhverfi annars vegar og hins vegar áhrif umhverfis og samfélags á afkomu fyrirtækisins.

Horfa þarf til virðiskeðju fyrirtækis, hagsmunaaðila og greina áhættu og tækifæri.

Gloppugreining

Ítarlegar og víðfeðmar kröfur um sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja eru væntanlegar. Mikilvægt er að átta sig á kröfunum og undirbúa sig í tíma.

Með gloppugreiningu á fyrirliggjandi upplýsingum má fá skýra yfirsýn sem nýtist við forgangsröðun og sparar orku og tíma.

 

Sjálfbærniskýrsla samkvæmt CSRD (Corporate Sustainability Reporting Directive) skal byggja á stöðlum um skýrslugerð, ESRS (European Sustainability Reporting Standards) og flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy). 

CSRD Lookbook sýnir dæmi um framsetningu og samþættingu sjálfbærnimála í ársskýrslu. CSRD Lookbook getur einnig nýst til umræðu innan fyrirtækisins um kröfur ESRS og framsetningu og það er von okkar að efnið kveiki einnig hugmyndir. 

Efnisyfirlit CSRD Lookbook: 

  • Kynning á kröfum um framsetningu sem ESRS skilgreinir. 
  • Sérstakur hluti sýnir aðalkafla sjálfbærniskýrslunnar og leiðbeiningar og sýnir dæmi um framsetningu. 
  • Viðaukar með viðbótarupplýsingum um ESRS sem hjálpa til við gerð sjálfbærniskýrslunnar. 

CSRD Lookbook sýnir dæmi um framsetningu á aðalatriðum og einstökum köflum fyrir þýðingarmikla málaflokka en ekki eru gefnar tæmandi upplýsingar um kröfur ESRS, því þær taka mið af þýðingarmiklum sjálfbærniþáttum hvers fyrirtækis fyrir sig. Upplýsingar þarf því að aðlaga hverju fyrirtæki eftir stærð þess og eðli starfseminnar.

Hafið samband við neðangreinda til að fá frekari upplýsingar eða ef þið viljið fá bæklinginnn CSRD Lookbook:
Hulda Steingrímsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni 
Aron Friðrik Georgsson sérfræðingur í sjálfbærni 

Cover page of CSRD lookbook
Fylgstu með okkur

Contact us

Hulda Steingrímsdóttir

Hulda Steingrímsdóttir

Leiðtogi Sjálfbærnimála, PwC Iceland

Sími 840 5247

Aron Friðrik Georgsson

Aron Friðrik Georgsson

Sérfræðingur í Sjálfbærnimálum, PwC Iceland

Sími 840 5239

Valgerður Valgeirsdóttir

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Hide