Við hjá PwC höfum leyst úr mikilvægum viðfangsefnum viðskiptavina okkar í áratugi og stuðlað að auknu trausti með faglegum vinnubrögðum. Mikilvægi sjálfbærni fer stigvaxandi og þörf á umskiptum í hvernig við lifum og störfum eins og kemur fram í reglulegri fjárfestakönnun PwC á heimsvísu https://www.pwc.com/gx/en/issues/esg/global-investor-survey-2022.html
Innan PwC á Íslandi starfar þverfaglegt teymi sem veitir fjölbreytta þjónustu á sviði sjálfbærni. Við viljum aðstoða viðskiptavini okkar í að efla virði sitt með því að greina og bregðast við áhættu vegna sjálfbærni og nýta þau tækifæri sem þar er að finna. Kröfur til fyrirtækja hafa aukist á undanförnum árum og með Grænum sáttmála ESB um sjálfbært hagkerfi (e. Green Deal) er gefið í, s.s. flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. EU Taxonomy), upplýsingagjöf um sjálfbærni í fjármálaþjónustu (e. Sustainable Financial Disclosure Regulation, SFDR), sjálfbærniupplýsingagjöf stórra og/eða skráðra fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Reporting Directive, CSRD). Markmiðið er að leiða hagkerfi Evrópu að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa hagkerfið í heimi.
Við hjá PwC veitum fjölbreytta ráðgjöf á sviði sjálfbærni, meðal annars:
Árangursvísar sjálfbærni: