Sjálfbærni

Sjálfbærni

Þjónusta PwC tengd sjálfbærni

Innan PwC á Íslandi starfar þverfaglegt teymi sem veitir ýmsa þjónustu á sviði sjálfbærnimála. Sjálfbærnihugtakið teygir anga sína víðsvegar í þjónustuframboði PwC. Við höfum flokkað þjónustuframboð okkar undir hefðbundinn flokkun á ESG; Umhverfismál, Félagslega þætti og Stjórnarhætti sem hægt er að skoða undir hverju flokki hér að ofan.

ESG teymi PwC hefur rýnt markaðinn og gefið út skýrsluna Sjálfbærnivísir. Í skýrslunni er samantekt á opinberum upplýsingum úr sjálfbærniskýrslum fyrirtækja á Íslandi með það að markmiði að greina og setja fram áhugaverðar niðurstöður sem gagnast lesendum til að geta borið saman fyrirtæki, ekki einungis með fjárhagslegum mælikvörðum heldur einnig með sjálfbærni að leiðarljósi.

Hvað er ESG?

ESG stendur fyrir Environmental, Social & Governence, sem á íslensku eru umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir. Með ESG viðmiðum efla fyrirtæki sjálfbærni og tryggja öfluga upplýsingagjöf bæði til almennings og fjárfesta. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í rekstri fyrirtækja í nútímasamfélagi og í því skyni er mikilvægt að fyrirtæki geri sér grein fyrir að skýr og áreiðanleg upplýsingagjöf um ESG þætti er lykilatriði fyrir fjárfesta til að greina og fylgja eftir árangri og stefnu fyrirtækja varðandi sjálfbæran og ábyrgan rekstur.

ESG eða sjálfbærni fjallar í raun um viðskiptalíkan fyrirtækis, þ.e. hvernig vörur þess og þjónusta stuðla að sjálfbærri þróun. Þá snýr sjálfbærni einnig að áhættustýringu fyrirtækis, en með því er átt við hvernig fyrirtækið stýrir starfsemi sinni í þeim tilgangi að lágmarka neikvæð áhrif. Með sjálfbærni er þannig lögð áhersla á að nýta það sem í boði er án þess t.d. að það hafi skaðleg áhrif á jörðina og þannig varðveita auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir. Kröfur almennings sem og fjárfesta verða æ fyrirferðarmeiri og af þeim sökum er mikilvægt fyrir fyrirtæki sem vilja stunda ábyrgan rekstur að veita upplýsingar um ESG þætti þess. Ábyrgar fjárfestingar eru fjárfestingaraðferðir sem taka mið af umhverfislegum og félagslegum þáttum og stjórnarháttum (ESG) við fjárfestingarákvarðanir með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Hinir þrír þættir sem ESG fjallar um má skýra til einföldunar með eftirfarandi hætti:

Umhverfi horfir til losunar og losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda, orkunotkunar, orkukræfni, samsetningu orku, vatnsnotkun, umhverfisstarfssemi, loftlagseftirlit stjórnar og stjórnenda, ásamt mildun loftlagsáhættu.

Með félagslegum þáttum er horft til launa forstjóra, launamunar kynja, starfsmannaveltu, kynjafjölbreytni, hvert sé hlutfall tímabundinna starfskrafta, aðgerða gegna mismunum, vinnuslysatíðni, hnattrænnar heilsu og öryggis, barna- og nauðungarvinnu sem og mannréttinda almennt.

Með stjórnarháttum er horft til kynjahlutfalls í stjórn, óhæði stjórnar, kaupauka, kjarasamninga, siðareglna birgja, siðferðis og aðgerða gegn spillingu, persónuverndar, sjálfbærniskýrslna, starfsvenja við upplýsingagjöf ásamt því að gögn séu tekin út og sannreynd af ytri aðila.

Með aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja þá er verið að kalla eftir því að fyrirtæki taki ábyrgð á áhrifum sínum sem hefur þannig bein áhrif á samkeppnishæfni þeirra. Samfélagsábyrgðin getur með þeim þætti skilað ávinningi í áhættustjórnun, dregið úr kostnaði, haft áhrif á aðgengi að fjármagni, sambandi við viðskiptavini, mannauðsmálum og nýsköpun o.s.frv.

ESG mælikvarðinn og skýrslugerð á grundvelli hans er sífellt að verða mikilvægari fyrirtækjum og óháð atvinnuflokkun þeirra. Aukin krafa frá fjárfestum, breytingar á væntingum neytenda og viðskiptavina hefur í för með sér að fyrirtæki standa frammi fyrir auknum þrýstingi um að mæla, birta og bæta ESG tengd málefni. ESG er ekki einungis ábyrgð heldur hugarfar sem fyrirtæki verða að tileinka sér og sjá sem tækifæri til vaxtar. Við hjá PwC veitum fjölbreytta aðstoð og ráðgjöf á sviði ESG sem er sniðin að þínu fyrirtæki.

Hvernig getum við hjálpað þér?

ESG teymi PwC samanstendur af sérfræðingum þvert á starfsemi félagsins. Það eru meðal annars endurskoðendur, viðskiptafræðingar, fyrirtækjaráðgjafar, launasérfræðingar, lögfræðingar og gagnagreiningaraðilar.

Meðal þeirra þjónustu sem við veitum á þessu sviði eru:

  • Greining á stöðu sjálfbærnimála

  • Uppsetning á sjálfbærniskýrslum

  • Staðfestingar á sjálfbærniskýrslum 

  • Staðfestingar á grænu bókhaldi

  • Staðfestingar á lánaskilmálum grænna skuldabréfa

  • ESG áreiðanleikakannanir

  • Ráðgjöf í tengslum við innleiðingu á sjálfbærnistefnu 

  • Áhrif ESG á verðmatsaðferðir

  • Launagreiningar

  • Ráðgjöf við jafnlaunakerfi

  • Markaðslaun 

  • Vinnustaðagreiningar

  • Úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja, lífeyrissjóða, stofnana og annarra

  • Staðfesting á virkni ESG upplýsinga í innri skýrslugjöf

  • Skattaráðgjöf út frá sjálfbærnisjóðarmiðum 

  • Gerð gagnsæisskýrslna á sviði skattamála

  • Greining á grænni skattlagningu

Fylgstu með okkur

Contact us

Atli Þór Jóhannsson

Atli Þór Jóhannsson

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 550 5388

Valgerður Valgeirsdóttir

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Hide