Enn eru of fá fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsmála

Sjálfbærnivísir PwC 2024

Sjálfbærnivísir PwC er árlegt yfirlit um hvernig sjálfbærnistarfi 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands vindur fram. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á loftslagsmál. Mat á fyrirtækjunum byggir á opinberum upplýsingum, árs- og sjálfbærniskýrslum, og matið er unnið af PwC.

Video

PwC Sjálfbærnivísir

3:50
More tools
  • Full screen
  • Share
  • Closed captions

Playback of this video is not currently available

Transcript
1 af 50

fyrirtækjum dregur úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið

13 af 50

fyrirtækjum segja frá umfangi 1, 2 og 3 í kolefnisbókhaldinu sínu

41 af 50

fyrirtækjum eru með opinbert kolefnisbókhald

7 af 50

fyrirtækjum hafa sótt um eða fengið losunarmarkmið sín samþykkt hjá Science Based Target initiative

FV. María Sól Antonsdóttir, Hulda Steingrímsdóttir og Aron Friðrik Georgsson

(F.v.) María Sól Antonsdóttir, Hulda Steingrímsdóttir og Aron Friðrik Georgsson standa að baki greiningunni sem unnin var á grunni hins norska Klimaindeks.

1 af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands getur sýnt fram á losunarsamdrátt í samræmi við Parísarsamkomulagið

– Helstu niðurstöður greiningar Sjálfbærnivísisins á losun fyrirtækjanna sýna að af þeim 50 íslensku fyrirtækjum sem metin voru geta 9 sýnt fram á samdrátt í losun frá eigin rekstri og virðiskeðju. Einungis eitt af þessum 9 fyrirtækjum getur sýnt fram á losunarsamdrátt síðustu þrjú ár í samræmi við Parísasamkomulagið.

– Þrátt fyrir að um sé að ræða jákvæða þróun, þá gengur hún of hægt. Sé horft til þess að 50 stærstu fyrirtæki Íslands valda einnig mestri losun, eru því miður of fá sem geta sýnt fram á þann árangur sem þarf til að hægt sé að ná settum markmiðum fyrir 2030, segir Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi sjálfbærnimála hjá PwC.

– Árið 2030 er ekki lengur fjarlæg framtíð og afleiðingar loftslagsbreytinga eru þegar farnar að hafa áhrif. Nú, þegar aðeins rúm 5 ár eru til stefnu til að ná sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, er ljóst að það vantar heilmikið upp á.

– Virkja þarf yfirvöld, almenning og atvinnulífið til frekari þátttöku í loftslagsaðgerðum til framtíðar, segir Hulda.

Hulda Steingrímsdóttir

Hulda Steingrímsdóttir, leiðtogi sjálfbærnimála, PwC á Íslandi

– Árið 2030 er ekki lengur fjarlæg framtíð og afleiðingar loftslagsbreytinga eru þegar farnar að hafa áhrif. Nú, þegar aðeins rúm 5 ár eru til stefnu til að ná sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda er ljóst að það vantar heilmikið upp á.

Hulda Steingrímsdóttir,leiðtogi sjálfbærnimála, PwC á Íslandi

Sjálfbærnivísir PwC

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér

Sækja skýrslu (PDF of 3.71mb)

Fleiri fyrirtæki gefa út upplýsingar um losun

Forsendur þess að fyrirtæki geti dregið úr losun frá eigin rekstri og virðiskeðju er góð yfirsýn yfir loftslagsáhrif starfseminnar og loftslagsbókhald. Í Sjálfbærnivísinum er því mikil áhersla lögð á að fyrirtæki hafi yfirsýn yfir losun sína. Greining á skýrslugjöf fyrirtækjanna 50 leiðir í ljós að 41 þeirra setur fram tölur um losun. Þar af setja 35 fyrirtæki fram loftslagsbókhald sem tekur að minnsta kosti til umfangs 1 og 2, sem er örlítil aukning frá árinu 2022.

13 af 50 ná viðmiðum um góða skýrslugjöf

Af þeim 50 fyrirtækjum sem tekin voru skoðunar samræmist upplýsingagjöf 13 fyrirtækja viðmiðum Sjálfbærnivísisins um góða upplýsingagjöf. Atvinnugreinarnar fjármálastarfsemi og framleiðsla og iðnaður skera sig frá öðrum atvinnugreinum að því leyti að meirihluti fyrirtækja í þeim greinum birta slíkar upplýsingar. Þrátt fyrir að hlutfallið sé ekki hærra en raun ber vitni þá hefur það hækkað síðustu ár, enda hafa kröfur til upplýsingagjafar fyrirtækja á þessu sviði aukist undanfarin misseri.

-  Góð yfirsýn í loftslagsmálum er forsenda þess að hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða sem bera raunverulegan árangur í að draga úr losun. Hér gilda sömu reglur og um fjármál, góð yfirsýn bætir rekstur, segir Aron.

Aron Friðrik

Aron Friðrik Georgsson, sérfræðingur í sjálfbærni, PwC Íslandi

Valgerður Kristjánsdóttir

Valgerður Kristjánsdóttir, eigandi, PwC á Íslandi

Staðfestingar á ófjárhagslegum upplýsingum

– 15 af 50 fyrirtækjunum sem skoðuð voru hafa fengið staðfestingu með takmarkaðri vissu á ófjárhagslegum upplýsingum sínum, hluta þeirra eða afmarkaða þætti. Af þeim 13 fyrirtækjum sem eru í efstu þremur flokkunum hafa 7 fengið staðfestingu. Með innleiðingu laga um sjálfbærniupplýsingar (e. Corporate Sustainability Reporting Directive) eða CSRD er gerð sú krafa að fyrirtæki fái upplýsingar sínar staðfestar af óháðum aðila. Gera má ráð fyrir því að stærsta áskorun fyrirtækja muni snúa að því að tryggja gæði þeirra upplýsinga sem koma til með að liggja til grundavallar við staðfestingu, segir Valgerður Kristjánsdóttir, endurskoðandi og eigandi PwC á Íslandi.

Lögin hafa ekki tekið gildi en fyrir rekstrarárið 2025 má búast við að fyrirtækin þurfi að fá staðfestingu með takmarkaðri vissu og til framtíðar þurfa sjálfbærniupplýsingar að uppfylla sömu kröfur og fjárhagslegar upplýsingar. Ljóst er að fjöldi fyrirtækja mun þurfa að gjörbreyta verklagi við öflun gagna og skjölun í sambandi við sjálfbærnimál sín - en til þess að slík gögn séu tæk til endurskoðunar þurfa þau að uppfylla ákveðnar kröfur sem snúa að gæðum og umfangi upplýsinganna. Með auknum kröfum verður ekki lengur hægt að líta á gagnaöflun og skjölun sjálfbærniupplýsinga sem hliðarverkefni. Þau fyrirtæki sem hafa ekki þegar hafið undirbúning eiga ærið verk fyrir höndum og mikilvægt er að gengið sé til verks sem allra fyrst.

Sjálfbærnivísir PwC

Kynntu þér hvernig 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands vinna að loftslags- og sjálfbærnimálum.

Hlaða niður skýrslu (PDF of 3.71mb)

Kynntu þér nýjar kröfur um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærnimála

Hafðu samband

Hulda Steingrímsdóttir

Leiðtogi sjálfbærnimála, PwC Iceland

Hafðu samband

Aron Friðrik Georgsson

Sérfræðingur í sjálfbærnimálum, PwC Iceland

Hafðu samband

Valgerður Kristjánsdóttir

Eigandi, PwC Iceland

Hafðu samband

Fylgstu með okkur