Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf PwC hefur unnið sér inn gott orðspor á markaði. Tækifærin eru mörg og veitt er ráðgjöf bæði á sviði fjármála og jafnlaunamála.

Fyrirtækjaráðgjöfin er sjálfstæð eining innan PwC en starfar í nánu samstarfi við önnur svið þegar við á.

Viðskiptavinir okkar

Fyrirtækjaráðgjöf PwC veitir margskonar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum ráðgjöf. Viðskiptavinir okkar eru bæði fyrirtæki sem eru í endurskoðun hjá PwC og fyrirtæki sem eiga eingöngu í viðskiptum við Fyrirtækjaráðgjöfina.

Þjónusta okkar

Við leggjum áherslu á að vera sveigjanleg og bregðast við þörfum markaðarins. Þjónustulínur okkar eru því ekki ritaðar í stein og við bætum við og tökum út þjónustulínur eftir þörfum, þó að alltaf verði til staðar viss kjarni, sem byggir fyrst og fremst á þekkingu starfsfólks okkar.

Hjá Fyrirtækjaráðgjöf PwC starfar fólk með ólíkan bakgrunn og langa reynslu á sviði viðskipta sem sameinar krafta sína til að veita bestu fáanlegu þjónustu mögulega.

Við leggjum okkur fram við að mæta þínum kröfum og vinnum í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar.

Fylgstu með okkur

Contact us

Sigurður Óli Sigurðarson

Sviðsstjóri, Fyrirtækjaráðgjöf, PwC Iceland

Sími 840 5349

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Hide