Önnur ráðgjöf

Þjónusta við lánveitendur

PwC hefur mikla reynslu af hlutverki eftirlitsaðila við útgáfu skuldabréfa.  Eftirlitsaðili er skipaður í umboði útgefanda en rækir skyldur sínar einkum gagnvart eigendum skuldabréfsins. Eftirlitsaðili fylgist einkum með því að útgefandi hlíti þeim sérstöku skilyrðum sem sett eru fram í skilmálum skuldabréfaflokksins. Eftirlitsaðili grípur til viðeigandi ráðstafana fyrir hönd eigenda skuldabréfsins ef tilefni er til þess. Eigendur skuldabréfs eru bundnir af skilmálum skuldabréfaflokksins og nánar tilgreindum ákvæðum sem fela það í sér að málshöfðun getur aðeins verið höfðuð í samráði við eftirlitsaðilann.
Lykkjandi vegur í náttúru
Erfitt ísklifur

First North markaðurinn

PwC hefur hlotið samþykki Kauphallar Íslands sem viðurkenndur ráðgjafi á First North markaðnum. Með þessu er PwC orðið fullgildur ráðgjafi fyrirtækja bæði við frumskráningu á First North og á þeim tíma sem viðskipti eru með bréf skráðs félags á markaðinum.

Skráningu á markað fylgja auknar kröfur til stjórnenda, innri ferla og upplýsingagjafar til innra og ytra umhverfis. Félögum sem sækja um skráningu á First North er skylt að gera samning við viðurkenndan ráðgjafa. Ef viðeigandi reynsla og umgjörð eru til staðar getur útgefandi sótt um undanþágu frá því skilyrði að vera með samning við viðurkenndan ráðgjafa eftir töku til viðskipta. Viðurkenndur ráðgjafi þarf þó alltaf að koma að skráningarferlinu.

Viðurkenndur ráðgjafi er lögaðili sem hefur fengið samþykki Nasdaq Iceland til að hafa milligöngu um skráningu á First North og til að veita stjórnendum leiðbeiningar um upplýsingagjöf í skráningarferlinu og þann  tíma sem félagið er skráð á markaðnum. Viðurkenndur ráðgjafi sinnir mikilvægu verkefni fyrir félög sem eru skráð á First North. 

Veigamikið hlutverk viðurkenndra ráðgjafa er að liðsinna við að standa vörð um gæði og trúverðugleika First North. Skylda viðurkennds ráðgjafa felst m.a. í því að hafa eftirlit með því að stjórnendur sinni  upplýsingaskyldunni í samræmi við ákvæði reglna First North. 

Þjónusta við fasteignafélög

PwC hefur á heimsvísu lagt áherslu á öflun þekkingar á flestum þáttum er varða viðskipti með fasteignir. Um allan heim eru starfandi fasteignahópar innan vébanda PwC sem sinna ráðgjöf og rannsóknum tengdum fasteignamarkaði. Í krafti stærðarinnar hefur tekist að setja saman alþjóðlegan hóp sérfræðinga sem býr yfir umfangsmikilli reynslu og þekkingu á fasteignamörkuðum. Fasteignahóparnir aðstoða viðskiptavini m.a. við fjárfestingar og mat á fjárfestingakostum, ráðgjöf við fasteignaþróun, rannsóknir og greiningar, verðmat, áreiðanleikakannanir og ýmsa aðra upplýsingagjöf.

Innan Fyrirtækjaráðgjafar PwC á Íslandi er starfandi fasteignaeining reyndra ráðgjafa sem komið hafa að margvíslegum verkefnum er varða fasteignir. Meðal verkefna eru áreiðanleikakannanir á félögum, verðmöt, ráðgjöf í tengslum við fjármögnun og endurskipulagningu sem og ýmis greiningarvinna. Oft skarast verkefnin við skatta- og /eða reikningshaldsleg atriði.

Fasteignaeining PwC á Íslandi er hluti hins alþjóðlega fasteignateymis PwC og nýtur þess m.a. í formi upplýsinga um þróun og breytingar á markaðnum og með greiðum aðgangi að sérhæfðum samstarfsaðilum. Helstu samstarfsaðilar okkar eru PwC í Kaupmannahöfn, London og Edinborg. 
Skrifstofubygging að kvöldi til
Fylgstu með okkur

Contact us

Örn Valdimarsson

Örn Valdimarsson

Sviðsstjóri Ráðgjafarsviðs, PwC Iceland

Sími 840 5244

Valgerður Valgeirsdóttir

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Hide