Endurskoðun

Endurskoðun

Meginhlutverk endurskoðunar er að staðfesta áreiðanleika fjárhagslegra upplýsinga með því að láta í ljós óháð sérfræðiálit á þeim. Auk þess veita endurskoðendur ýmsa aðra þjónustu sem tengist sérfræðistörfum þeirra. 

Endurskoðunarþjónusta PwC hefur mótast af þörfum viðskiptavina okkar og samstarfi við alþjóðanet PwC.

Viðskiptavinir endurskoðenda hafa í auknum mæli vænst þess að sú þekking á fyrirtækinu sem endurskoðendur búa yfir nýtist því á sem flestum sviðum. Með tilliti til þess hefur PwC þróað starfsaðferðir sem tryggja sem mestan virðisauka fyrir viðskiptavini án þess að stefna óhæði endurskoðandans í hættu.

Endurskoðun hefur verið einn af aðalþáttum í starfsemi fyrirtækisins síðan það hóf starfsemi hérlendis árið 1924.

 

Önnur staðfestingavinna

PwC býður viðskiptavinum sínum upp á víðtæka þjónustu á sviði endurskoðunar. þar á meðal má nefna aðra staðfestingarvinnu sem er virðisaukandi fyrir viðskiptavininn og eykur traust markaðarins og viðeigandi aðila á þeim upplýsingum sem staðfestar eru. Dæmi um slíkar staðfestingar eru staðfestingar á ófjárhagslegum upplýsingum, upplýsingar í sjálfbærniskýrslu eða grænu bókhaldi viðskiptavinar, staðfesting á skráningarlýsingu/pro-forma fjárhagsupplýsingum eða áreiðanleikaskýrsla á eftirlitsaðgerðum þjónustuaðila (e. Service Organization).
 
PwC býður einnig upp á fyrirfram samþykktar aðgerðir sem unnar eru í samræmi við staðal ISRS 4400 (e. Internal standard on related services). Fyrirfram samþykktar aðgerðir eru mikilvægar og veita verðmæta þjónustu til viðskiptavinarins. Um er að ræða fjölbreytt verkefni, til að mynda staðfestingar til hins opinbera tengt lögum um hlutafélög og einkahlutafélög, staðfestingar á ýmsum kostnaði eða staðfestingar á fjárhagsupplýsingum til 3ja aðila svo sem vegna veltutengdrar leigu eða til að greina hversu undirbúið fyrirtækið er fyrir kröfur um ófjárhagslegar upplýsingar samkvæmt sjálfbærniupplýsagjöf CSDR.

 

Fylgstu með okkur

Contact us

Arna Tryggvadóttir

Arna Tryggvadóttir

Löggiltur endurskoðandi, Partner, PwC Iceland

Sími 550 5235

Hide