Skip to content Skip to footer

Endurskoðun

Meginhlutverk endurskoðunar er að staðfesta áreiðanleika fjárhagslegra upplýsinga með því að láta í ljós óháð sérfræðiálit á þeim. Auk þess veita endurskoðendur ýmsa aðra þjónustu sem tengist sérfræðistörfum þeirra.

Endurskoðunarþjónusta PwC hefur mótast af þörfum viðskiptavina okkar og samstarfi við alþjóðanet PwC í yfir þrjátíu ár.

Viðskiptavinir endurskoðenda hafa í auknum mæli vænst þess að sú þekking á fyrirtækinu sem endurskoðendur búa yfir nýtist því á sem flestum sviðum. Með tilliti til þess hefur PwC þróað starfsaðferðir sem tryggja sem mestan virðisauka fyrir viðskiptavini án þess að stefna óhæði endurskoðandans í hættu.

Endurskoðun hefur frá upphafi verið einn af aðalþáttum í starfsemi fyrirtækisins í þau 95 ár sem það hefur starfað.

Fylgstu með okkur

Contact us

Ljósbrá Baldursdóttir

Ljósbrá Baldursdóttir

Sviðsstjóri, Endurskoðunarsvið, PwC Iceland

Sími 550 5216

Hide