Um okkur

Í dag

2010

PricewaterhouseCoopers tekur upp vörumerkið PwC

1998

Price Waterhouse og Coopers & Lybrand sameinast undir nafninu PricewaterhouseCoopers. Á Íslandi sameinast endurskoðunarmiðstöðin Coopers&Lybrand hf. og Hagvangur hf.

1990

Coopers & Lybrand sameinast Deloitte Haskins & Sells í nokkrum löndum

1982

Price Waterhouse World Firm er stofnað

1957

Cooper Brothers & Co (UK), McDonald, Currie & Co (Canada) og Lybrand, Ross Bros & Montgomery (US) sameinast undir merkinu Coopers & Lybrand

1924

Niels Manscher og Björn E Árnason stofna endurskoðunarstofu í Reykjavík

1898

Robert H. Montgomery, William M. Lybrand, Adam A. Ross Jr. og T. Edward Ross stofna Lybrand, Ross brothers and Montgomery

1865

Price, Holyland og Waterhouse hefja samstarf, nafninu breytt í Price, Waterhouse & Co.

1854

William Cooper stofnar sína eigin stofur í London sem sjö árum síðar verður Cooper brothers

1849

Samuel Lowell Price opnar sína stofur í London

 

 

 


Tilgangur okkar er að byggja upp traust í samfélaginu og leysa mikilvæg viðfangsefni


Gildin skilgreina hver við erum, hvað við stöndum fyrir og hvernig við hegðum okkur. Þau hjálpa okkur til að ná fram tilgangi okkar.


Vinnum af heilindum

Tölum fyrir því rétta, sérstaklega þegar það er óþægilegt eða erfitt. Höfum væntingar um og skilum af okkur verki í hæsta gæðaflokki. Tökum ákvarðanir og hegðum okkur eins og okkar eigin orðspor væri í húfi.

Skiptum máli

    Verum vel upplýst og spyrjum spurninga um framtíð heimsins sem við búum í. Höfum áhrif á samstarfsfólk, viðskiptavini og samfélagið með athöfnum okkar. Bregðumst snarpt við síbreytilegu starfsumhverfi okkar.

Sýnum umhyggju

    Leggjum okkur fram um að skilja hvern einstakling og hvað skiptir hann máli. Beinum sjónum að virði og framlagi hvers og eins. Styðjum vöxt og þroska annarra og högum störfum okkar þannig að það laði fram það besta í þeim.

 

Vinnum saman

    Vinnum saman og deilum tengslum, hugmyndum og þekkingu út fyrir hefðbundin mörk. Leitum eftir og samþættum fjölþætt sjónarhorn, fólk og hugmyndir. Bjóðum og leitum eftir endurgjöf til að bæta okkur sjálf og aðra.

 

Útvíkkum hið mögulega

    Þorum að ögra óbreyttu ástandi og prófa nýja hluti. Ástundum nýsköpun og prófanir og lærum af því sem má betur fara. Verum opin fyrir möguleikunum í hverri hugmynd.

 

Fylgstu með okkur

Contact us

Ljósbrá Baldursdóttir

Ljósbrá Baldursdóttir

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5216

Hide