Af hverju PwC?

Viltu hafa áhrif og vera partur af teymi leiðandi sérfræðinga?

 

Það eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða hæfileikaríku fólki spennandi störf, svo af hverju ættir þú að velja PwC? Að starfa hjá PwC þýðir að starfa sem hluti af liðsheild með fjölbreyttum, reynslumiklum sérfræðingum. PwC er þekkingarfyrirtæki sem byggir á sérfræðiþekkingu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta og lögfræðiráðgjafar. Þekkingin er notuð til að þjónusta viðskiptavini, en einnig til að stuðla að faglegri þróun starfsfólks. Til að veita viðskiptavinum góða faglega þjónustu og aðgengi að nýjungum og þróun er mikilvægt að tryggja viðeigandi sérfræðiþekkingu innan fyrirtækisins. Þetta næst með ráðningu hæfs starfsfólks, stöðugri endurmenntun starfsmanna og með því að viðhalda starfsumhverfi sem hvetur fólk til dáða.

Hjá PwC á Íslandi starfa yfir 100 manns og er þetta breiður hópur einstaklinga með margvíslega reynslu og menntun.

Tilgangur félagsins og gildi eru hornsteinn þjónustu þess sem og í samskiptum starfsmanna við hagaðila; samstarfsfélaga, viðskiptavini, birgja eða aðra. Tilgangur PwC snýst um framlag okkar til samfélagsins og hvernig nálgun og ákvarðanir í viðskiptalífinu geta byggt upp aukið traust og leyst mikilvæg viðfangsefni.

Ef þú vilt starfa í krefjandi og spennandi umhverfi íslensks og alþjóðlegs viðskiptalífs, ef það freistar þín að tengjast stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum, hafðu þá samband við okkur.

 

97% starfsfólks á Íslandi er stolt af því að vinna fyrir PwC

-Global People Survey PwC 2021


PwC er meðal 100 sterkustu vörumerkja í heimi

-Brand Finance's Brand Strength Index (BSI), 2021

Laus störf

Hægt fyrir neðan er að sækja um auglýstar stöður og senda inn almenna atvinnuumsókn.
Starfsheiti Starfsstöð Starfssvið

Mannauðsstefna

PwC á Íslandi leggur áherslu á að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem hver og einn starfsmaður er virtur að verðleikum. Undirstaða starfseminnar liggur í starfsfólkinu og þeim hæfileikum og reynslu sem þau búa yfir. Stefna PwC er því að laða til sín hæfileikaríkt fólk með fjölbreyttan bakgrunn, efla það í starfi og veita því brautargengi innan fyrirtækisins. Lögð er rík áhersla á jafnræði og að allir starfsmenn hljóti sömu meðferð óháð kyni, uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.

Til að stuðla að hvetjandi starfsumhverfi er lögð áhersla á vellíðan, jákvæða fyrirtækjamenningu, starfsánægju, jafnrétti og markvissa starfsþróun. Mikilvægt er að allir starfsmenn sýni gagnkvæma virðingu í öllum sínum samskiptum og taki þátt í að skapa umhverfi sem er laust við fordóma, einelti og kynferðislega áreitni. Í augum stjórnenda PwC er starfsfólkið, metnaður, drifkraftur og hollusta þess grundvöllur að farsælum rekstri og áframhaldandi vexti fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að skapa skemmtilegan en jafnframt aðlaðandi vinnustað.

Gildi PwC eru vinnum af heilindum, skiptum máli, sýnum umhyggju, vinnum saman og útvíkkum hið mögulega.

 

 

PwC vill vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólki líður vel. Jafnvægi milli einkalífs og vinnu er mikilvægt og lögð er áhersla á að samræma fjölskylduábyrgð og starfsskyldur eins vel og mögulegt er. Starfsfólk nýtur sveigjanlegs vinnutíma þar sem því er við komið og sýndur er skilningur á mismunandi aðkallandi fjölskylduaðstæðum sem gætu krafist athygli starfsfólk á vinnutíma. Þá væntir félagið sveigjanleika frá starfsfólki þegar til álagstíma kemur.

PwC kappkostar við að efla stöðugt vellíðan og almenna heilsuvitund starfsmanna. Lögð er jöfn áhersla á andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Allt starfsfólk er hvatt til að huga vel að eigin heilsu og stunda heilbrigt líferni. Stuðningur félagsins birtist í sveigjanlegum vinnutíma, reglulegum heilsufarsmælingum, ýmsu fræðsluefni sem það sendir frá sér, skipulögðum viðburðum um málefnin og fjárhagslegum stuðningi sem starfsfólki stendur til boða til að hlúa betur að heilsu- og geðrækt. PwC vill stuðla að heilbrigðu mataræði innan fyrirtækisins og býður upp á fjölbreytta næringu í mötuneyti þar sem við á og ferska ávexti á kaffistofu.

Fyrirtækinu er einnig í mun að búa starfsmönnum góða vinnuaðstöðu og gott vinnufyrirkomulag. Starfsfólk er hvatt til að takmarka langvarandi kyrrsetu yfir vinnudaginn og t.d. standa við skrifborðið af og til, stunda hádegisgöngur eða teygjur. Þriðja hvert ár er framkvæmd vinnustaðagreining á aðstöðu starfsfólk af fagfólki. PwC skuldbindur sig til að taka ráðleggingar þeirra alvarlega og bæta starfsaðstöðu eins og unnt er.

PwC vinnur að því að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur, hvetur starfsfólk til að taka tillit til umhverfisins og aðstæðna hverju sinni og vill stuðla að heilbrigðari lífsháttum starfsfólks. PwC hvetur starfsfólk til að nota vistvænar samgöngur hvenær sem hægt er, hvort sem það er að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla, sameinast um bifreiðar o.s.frv. PwC býður starfsmönnum upp á samgöngusamning vilji þeir tileinka sér vistvænar samgöngur til og frá vinnu. Þá stefnir PwC að draga úr bílastæðaþörf starfsmanna. PwC kappkostar að tryggja góða aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem stunda vistvænar samgöngur. Sturtur og búningsklefar eru aðgengilegar á starfstöð PwC í Reykjavík, sem og hjólageymsla.

 

Hjá PwC eru starfsmenn metnir á eigin forsendum og jafnræðis er gætt meðal starfsmanna. Starfsmönnum skal ekki mismunað vegna kyns, trúarbragða, skoðana, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Allir eiga jafnan rétt til tækifæra, kjara, starfsþjálfunar og þróunar í starfi. Jafnréttisáætlun liggur fyrir hjá félaginu og ber forstjóri ábyrgð á að skipulag og rekstur PwC sé tryggð í samræmi við áætlunina. Árlega er gerð úttekt á framkvæmd hennar.

Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er með öllu hafnað og verður ekki liðin. Fyrirtækið hefur skilgreinda stefnu og viðbragðsáætlun til að bregðast við aðstæðum þar sem starfsmaður eða hópur starfsfólks telur sig verða fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarri ótilhlýðilegri háttsemi á vinnustað.

PwC leggur áherslu á að efla hæfni starfsmanna, að þeir fái að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni og að endurmenntun þeirra sé markviss og alþjóðleg. Þróun og tilflutningur í starfi, endurmenntun og þátttaka í þverfaglegum hópum skapa þannig umgjörð starfsþróunar. Áhersla er lögð á að allt starfsfólk þróist í starfi og að viðfangsefni starfsins taki breytingum í takt við (aukinnar) hæfni, menntunar, reynslu sem og áhugasviði starfsmanns í samræmi við þarfir PwC hverju sinni. Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda.

Skipulögð samtöl um frammistöðu og markmiðasetningu fara fram árlega. Mannauðsstjóri hefur yfirumsjón með því ferli en það er í höndum viðkomandi yfirmanns að framkvæma samtalið. Þá er stuðst við alþjóðlega umgjörð starfsþróunar PwC Professional þegar kemur að frammistöðu. Þá er lögð áhersla á að veita reglulega endurgjöf yfir árið, sem og markvissa endurgjöf við lok verkefna.

Yfirumsjón með fræðslu og endurmenntun hefur Fræðslustjóri og gefur árlega út fræðsluáætlun, unna í samstarfi við ábyrgðaraðili fyrir fræðslumál á endurskoðunarsviði og fræðslufulltrúa. Fræðslufulltrúi útdeilir reglulegum stafrænum skyldunámskeiðum með starfsmönnum í gegnum innri fræðsluvettvang PwC og er það ábyrgð allra starfsmanna að standast þau námskeið. Þar er einnig að finna töluvert magn af valfrjálsum námskeiðum fyrir starfsmenn.

PwC er sérfræðifyrirtæki í fremstu röð og sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir víðan hóp viðskiptavina. Félagið gerir ríkar kröfur varðandi gæði vinnuframlags starfsmanna og er því leitað eftir metnaðarfullu starfsfólki með bakgrunn og hugarfar sem hæfir starfi. Gætt er jafnræðis við allar ráðningar og leitast er við að jafna kynjasamsetningu teyma við nýja ráðningu. Ráðningarferlið er í umsjón mannauðsstjóra.

Áhersla er lögð á að móttaka nýs starfsfólks sé góð og upplifun þeirra af nýjum vinnustað jákvæð. Allir nýir starfsmenn fara í gegnum nýliðakynningu og vinna undir náinni handleiðslu mentors og/eða umsjónarmanns fyrstu vikurnar í starfi.

Lögð er rík áhersla á að viðskilnaður starfsfólks við félagið vegna starfsloka gangi snurðulaust fyrir sig, öll samskipti vegna þessa séu skýr og farsælar lausnir fundnar báðum aðilum til hagsbóta.

PwC leggur áherslu á að bjóða sanngjörn og samkeppnishæf kjör á sínu sviði fyrir allt starfsfólk, óháð kyni. Stjórnendur PwC skuldbinda sig til að greiða jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni og tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir. Þá er reglulega framkvæmd jafnlaunaúttekt til að kanna hvort mælist kynbundinn munur á launum. Markmið PwC er að formlega tryggja launajafnrétti innan fyrirtækisins með því að vinna með vottað jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og í samræmi við lög nr.150/2020. PwC hlaut jafnlaunavottun á jafnlaunakerfið í desember 2021. Jafnlaunakerfið nær yfir alla starfsmenn PwC.

Forstjóri hefur yfirumsjón með launa- og kjaramálum, í nánu samstarfi við mannauðsstjóra. Hjá PwC eru ákvarðanir um launabreytingar teknar með hliðsjón af vinnuframlagi, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihaldi starfsins og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir. 

Jafnlaunastefna þessi felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu, eftirlit og viðbrögð auk skuldbindingar um að fylgja öllum viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum.

Fylgstu með okkur

Contact us

Katrín Ingibergsdóttir

Katrín Ingibergsdóttir

Mannauðsstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5224

Hide