Samfélagið lifir, vinnur og leikur sér með stafrænum hætti. Öllum stundum treystum við á hraða, skilvirkni og þægindi tækninnar. Stöðug nýsköpun umbreytir lifnaðarháttum okkar með spennandi hætti. Þessar breytingar fela í sér tækifæri og ógnir sem geta haft áhrif á starfsemi fyrirtækja. Saman getum við siglt um ólgusjó tækniframfara, leyst flókin viðfangsefni og aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum, allt frá stefnumörkun til framkvæmdar.
Sem hluti af stóru neti sérfræðinga búum við hjá PwC yfir víðtækri þekkingu á netöryggi og ábyrgri nethegðun. Byggt á traustum grunni endurskoðunar nálgumst við netöryggi út frá áhættumati með áherslu á netöryggisvitund.
StaySecure er einblöðungur sem sendur er út mánaðarlega og fjallar um netöryggismál á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Stuðlaðu að bættri netöryggisvitund með aðstoð StaySecure.
Er starfsemi þín í samræmi við lög og reglur er varða upplýsingaöryggi, persónuvernd og/eða kröfur eftirlitsstofnana? Við förum yfir stöðuna með þér og finnum út hvað vantar til að þú uppfyllir kröfur netöryggislaga (NIS), persónuverndarlaga (GDPR) og tilmæli FME.
Þau gögn sem liggja í kerfum þínum gætu verið vannýtt auðlind. Með viðskiptagreind er auðvelt að draga fram og greina bæði söguleg- og samtímagögn. Þannig má stuðla að bættri ákvarðanatöku, bæta ferla og auka samkeppnishæfni. Við hjálpum þér að draga fram gögnin og útbúa gagnleg og myndræn líkön.
Við framkvæmum úttektir í samræmi við ISAE 3402 og veitum staðfestingu þess efnis að þau kerfi sem þjónustuaðili þinn notar séu undir tilskyldu eftirliti.
Við greinum áhættu í rekstri upplýsingakerfa og tökum út stöðu þeirra og áreiðanleika. Aðstoðum þig svo við innleiðingu ferla, kerfa, stjórnkerfis upplýsingaöryggis og nauðsynlegra eftirlitsaðgerða.