Samfélagsleg ábyrgð

Áhersla á sjálfbærni

Samfélagsábyrgð PwC er mikil og byggir að miklu leyti á sérfræðiábyrgð endurskoðenda og annarra sérfræðinga. PwC sinnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að staðfesta áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og skapa þannig traust í viðskiptum. PwC hefur lagt áherslu á að leggja sitt af mörkum til faglegrar uppbyggingar á starfssviði fyrirtækisins, í menntakerfinu með því að skapa svigrúm hjá starfsmönnum okkar til kennslu og í viðskiptaumhverfinu með því að þjálfa fjölda hæfra sérfræðinga. PwC ber jafnframt víðtæka ábyrgð sem þátttakandi í samfélaginu.

Við höfum skuldbundið PwC á heimsvísu að ná kolefnishlutleysi sem við köllum Net Zero og höfum sett okkur vísindamiðuð markmið til skemmri tíma; 50% samdrátt fyrir 2030. Samfélagsráð PwC sér til þess að stöðugum árangri sé náð í sjálfbærnimálum.

Sjálfbærniskýrsla Pricewaterhousecoopers ehf. (PwC) hefur nú verið tekin saman í fjórða sinn og kynnir megináherslur félagsins og frammistöðu á sviði samfélagsábyrgðar.

Skýrslan endurspeglar áherslur félagsins á sviði umhverfismála, ábyrgra stjórnarhátta, mannauðsmála og samfélagslegrar þátttöku á rekstrarárinu FY23 sem nær frá 1. júlí 2022 til 30. júní 2023.

Skýrslan er unnin í samræmi við Global Reporting Initiative staðalinn (GRI Core), en staðallinn styður fyrirtæki við miðlun og uppsetningu upplýsinga um samfélagsábyrgð á skipulagðan og gagnsæjan hátt.

PwC setur sér árleg markmið á sviði sjálfbærni- og samfélagsmála. Alls voru í ár sett 18 markmið, í takt við helstu viðfangsefni félagsins á sviði samfélagsábyrgðar. Markmiðin og árangur þeirra á rekstrarárinu er að finna í skýrslunni.

Skilaboð frá forstjóra

Loftslagsbreytingar eru eitt brýnasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.  Þær hafa áhrif á alla og vísindin eru skýr: Til að forðast verstu áhrif loftslagsbreytinga þurfa fyrirtæki, stjórnvöld og samfélag að vinna saman að því að skipta yfir í kolefnishlutlaus hagkerfi fyrir árið 2050. Við hjá PwC teljum að atvinnulífið gegni þar lykilhlutverki og við erum staðráðin í að ganga á undan með góðu fordæmi. 

Í krafti stærðar PwC á heimsvísu getum við gegnt mikilvægu hlutverki í að knýja umskiptin yfir í lágkolefnahagkerfi. Við stigum ákveðin skref á árinu í uppbyggingu á okkar sjálfbærniráðgjöf. Um leið og loftslagsmálin vega þungt hefur mikil áhersla á árinu farið í eflingu gæðastarfs okkar, að bæta verklag og gæði almennt í okkar vinnu, endurmenntun og þekkingu starfsfólks. Á árinu hefur okkur einnig fjölgað og starfsemin elfst, sem er einkar ánægjulegt. Óhætt er að segja að í lok fyrsta árs míns sem forstjóri er ég bjartsýn á framtíðina. Við höfum skuldbundið PwC á heimsvísu að ná kolefnishlutleysi sem við köllum Net Zero losun og höfum sett okkur vísindamiðuð markmið til skemmri tíma; 50% samdrátt fyrir 20301. Við þurfum að endurhugsa hvernig við störfum og aftengja vöxt frá losun. Við höfum skuldbundið okkur í Race To Zero herferðar Sameinuðu þjóðanna og áætlun um 1,5°C markmið. Við ætlum að hjálpa viðskiptavinum okkar og vinna með birgjum til að takast á við loftslagsáhrif þeirra. Við höldum áfram að kolefnisjafna með vottuðum kolefniseiningum.

Ljósbrá Baldursdóttir, Forstjóri PwC á Íslandi

Fylgstu með okkur

Contact us

Ljósbrá Baldursdóttir

Ljósbrá Baldursdóttir

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5216

Hide