Samfélagsleg ábyrgð

Áhersla á sjálfbærni

Samfélagsábyrgð PwC er mikil og byggir að miklu leyti á sérfræðiábyrgð endurskoðenda, lögfræðinga og annarra sérfræðinga. PwC sinnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að staðfesta áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og skapa þannig traust í viðskiptum. PwC hefur lagt áherslu á að leggja sitt af mörkum til faglegrar uppbyggingar á starfssviði fyrirtækisins, í menntakerfinu með því að skapa svigrúm hjá starfsmönnum okkar til kennslu og í viðskiptaumhverfinu með því að þjálfa fjölda hæfra sérfræðinga. PwC ber jafnframt víðtæka ábyrgð sem þátttakandi í samfélaginu.

Við höfum sett okkur markmið í sjálfbærnimálum og er til staðar samfélagsráð sem tekur saman árangur PwC á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærnimála.

 

Sjálfbærniskýrsla Pricewaterhousecoopers ehf. (PwC) hefur nú verið tekin saman í þriðja sinn og kynnir megináherslur félagsins og frammistöðu á sviði samfélagsábyrgðar og samfélagsmála.

Þessi skýrsla endurspeglar áherslur félagsins á sviði umhverfismála, ábyrgra stjórnarhátta, mannauðsmála og samfélagslegrar þátttöku á rekstrarárinu FY22 sem nær frá 1. júlí 2021 til 30. júní 2022.

Skýrslan er unnin í samræmi við Global Reporting Initiative staðalinn (GRI Core), en staðallinn styður fyrirtæki við miðlun og uppsetningu upplýsinga um samfélagsábyrgð á skipulagðan og gagnsæjan hátt.

PwC setur sér árleg markmið á sviði sjálfbærni- og samfélagsmála. Alls voru í ár sett niður 16 markmið í fjórum flokkum, í takt við helstu viðfangsefni félagsins á sviði samfélagsábyrgðar. Markmiðin og árangur þeirra yfir rekstrarárið má sjá í skýrslunni hér fyrir ofan.

Skilaboð frá forstjóra

Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni eru eitt af mikilvægustu viðfangsefnum samtímans. Þar þurfa allir að vera virkir þátttakendur, einstaklingar, heimili, stjórnvöld og fyrirtæki.

Við hjá PwC höfum á undanförnum árum verið að þoka okkur áfram á okkar eigin sjálfbærni vegferð. Í því felst að greina í hverju ábyrgð okkar felst og hvert okkar mikilvægasta framlag getur verið í þeim efnum. Við erum þeirrar skoðunar að í kjarnastarfsemi okkar felist mikilvægt framlag til mjög margra þeirra þátta sem skipta máli í nútíma samfélagi en aðeins ef við gætum þess að standa vörð um gæði og gott siðferði í vinnubrögðum. Því leggjum við höfuðáherslu á þessa þætti í öllum okkar störfum. Á sama tíma erum við meðvituð um ábyrgð okkar þegar kemur að umhverfismálum, aðbúnaði og velferð starfsmanna okkar og hvernig við getum stutt við samfélagslega mikilvæg verkefni. Við fylgjum eftir markmiðum PwC á alþjóðavísu sem felst í skuldbindingu til að helminga kolefnisfótspor félagsins með verkefninu „Net Zero“ fyrir árið 2030.

Við viljum sýna ábyrgð og gerum ríkar kröfur til okkar sjálfra, til viðskiptavina okkar og samstarfsaðila. Með markvissum hætti stefnum við að því að auka þekkingu starfsfólks, samstarfsaðila, birgja, viðskiptavina og annarra hagaðila í vegferðinni að sjálfbærri framtíð. Okkur miðar vel áfram, en enn er verk að vinna.

Ljósbrá Baldursdóttir, Forstjóri PwC á Íslandi

Fylgstu með okkur

Contact us

Ljósbrá Baldursdóttir

Ljósbrá Baldursdóttir

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5216

Hide