Skip to content Skip to footer
Search

Samfélagsleg ábyrgð

Framlag okkar til samfélagsins

Samfélagsábyrgð PwC er mikil og byggir að miklu leyti á sérfræðiábyrgð endurskoðenda, lögfræðinga og annarra sérfræðinga. PwC sinnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að staðfesta áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og skapa þannig traust í viðskiptum. PwC hefur lagt áherslu á að leggja sitt af mörkum til faglegrar uppbyggingar á starfssviði fyrirtækisins, í menntakerfinu með því að skapa svigrúm hjá starfsmönnum okkar til kennslu og í viðskiptaumhverfinu með því að þjálfa fjölda hæfra sérfræðinga. PwC ber jafnframt víðtæka ábyrgð sem þátttakandi í samfélaginu.

Við höfum sett okkur markmið í samfélagsmálum og er til staðar samfélagsráð sem vinnur að samfélagsábyrgð félagsins. Meðal markmiða eru að minnka losun koltvísýrings um 10% árið 2021 og að veita starfsmönnum svigrúm til að sinna sjálfboðastarfi á vinnutíma. Í júní 2021 buðu starfsmenn fram krafta sína til Krabbameinsfélagsins og til Krafts.

Hér má finna samfélagsskýrslu PwC fyrir árið 2021, en hún er gefin út í lok hvers árs.

 

Young woman wind turbine

Tilgangur okkar er að byggja upp traust í samfélaginu og leysa mikilvæg viðfangsefni


Gildin skilgreina hver við erum, hvað við stöndum fyrir og hvernig við hegðum okkur. Þau hjálpa okkur til að ná fram tilgangi okkar.

Vinnum af heilindum

Tölum fyrir því rétta, sérstaklega þegar það er óþægilegt eða erfitt. Höfum væntingar um og skilum af okkur verki í hæsta gæðaflokki. Tökum ákvarðanir og hegðum okkur eins og okkar eigin orðspor væri í húfi.

Skiptum máli

    Verum vel upplýst og spyrjum spurninga um framtíð heimsins sem við búum í. Höfum áhrif á samstarfsfólk, viðskiptavini og samfélagið með athöfnum okkar. Bregðumst snarpt við síbreytilegu starfsumhverfi okkar.

Sýnum umhyggju

    Leggjum okkur fram um að skilja hvern einstakling og hvað skiptir hann máli. Beinum sjónum að virði og framlagi hvers og eins. Styðjum vöxt og þroska annarra og högum störfum okkar þannig að það laði fram það besta í þeim.

 

Vinnum saman

    Vinnum saman og deilum tengslum, hugmyndum og þekkingu út fyrir hefðbundin mörk. Leitum eftir og samþættum fjölþætt sjónarhorn, fólk og hugmyndir. Bjóðum og leitum eftir endurgjöf til að bæta okkur sjálf og aðra.

 

Útvíkkum hið mögulega

    Þorum að ögra óbreyttu ástandi og prófa nýja hluti. Ástundum nýsköpun og prófanir og lærum af því sem má betur fara. Verum opin fyrir möguleikunum í hverri hugmynd.

 

Markmið PwC

 agreement deal black

PwC skal tryggja óhæði og trúverðugleika í störfum sínum.

 stewardship black

PwC veitir ávallt bestu faglegu þjónustu sem völ er á.

 internet black

PwC tryggir aðgengi að nýjungum og þróun í þjónustu með markvissu innra starfi, endurmenntun og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.

 managed services black

PwC skapar eftirsóknarvert umhverfi fyrir metnaðarfullt, vel menntað og framsækið starfsfólk

 quality of earnings black

PwC skal vera arðsamt fyrirtæki með traustan fjárhag.

Fylgstu með okkur

Contact us

Friðgeir Sigurðsson

Friðgeir Sigurðsson

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5366

Hide