Viðskiptatengd ráðgjöf

Áreiðanleikakannanir

Áreiðanleikakönnun er þjónusta sem PwC innir af hendi fyrir aðila sem hafa sérstakra hagsmuna að gæta eins og kaupendur félaga, seljendur eða aðra. Áreiðanleikakönnun er ætlað að draga úr áhættu fyrir þann hagsmunaaðila sem í hlut á.

Áreiðanleikakönnun felst í því að kanna fjárhagslega stöðu fyrirtækis, rekstur þess og önnur atriði sem varða sérstaka hagsmuni.

Markmið áreiðanleikakönnunar er að sannreyna og greina upplýsingar sem eru mikilvægar tilteknum hagsmunaaðila við ákvörðunartöku. Mikilvægt er að áreiðanleikakönnun sé unnin af hlutlausum, sérfróðum aðila og að niðurstaða hennar sé sett fram með nægilega skýrum hætti fyrir þann aðila sem hún er ætluð.

Person standing on edge of cliff
Diamonds on table

Verðmöt

PwC leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og skilvirkni við gerð verðmats og hefur unnið náið með fjölda stærri og smærri fyrirtækja við gerð þeirra. Mikilvægt er við gerð verðmats að taka til greina forsendur hvers fyrirtækis og hafa skilning á rekstri þess og rekstrarumhverfi.

Verðmat er oft framkvæmt þegar eigendaskipti verða á fyrirtæki eða hlutum þess og við sameiningu fyrirtækja. Einnig er verðmat framkvæmt til að veita stjórnendum og eigendum upplýsingar um árangur fyrirtækis og hugsanlegar leiðir til að auka verðmæti þess.

Hægt er að beita ýmsum aðferðum við gerð verðmata. PwC leggur því áherslu á að tilgreina þær forsendur sem verðmatið er byggt á, greina hver áhrif þess eru og tilgreina þær forsendur sem mest óvissa ríkir um. PwC notar að mestu sjóðstreymislíkön við gerð verðmats, en notar einnig til stuðnings samanburðargreiningar og kennitölur úr rekstri.

Kaup og sala fyrirtækja

PwC veitir fyrirtækjum ráðgjöf við framkvæmd kaupa, sölu eða sameiningu fyrirtækja og samningagerð. Við þennan þjónustuþátt starfa endurskoðendur og lögfræðingar PwC náið saman. PwC hefur komið að kaupum, sölu og sameiningu fyrirtækja hérlendis um árabil og hefur víðtækan skilning á því ferli.

Sala fyrirtækja

PwC veitir margvíslega ráðgjöf er kemur að sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum fyrirtækja. Við störfum í nánu samstarfi við seljanda við að þróa söluáætlun, finna rétta kaupandann og fá besta verðið. Við höfum skilning á því að hver seljandi hefur sínar hugmyndir og markmið við söluna og veitum aðstoð og ráðgjöf við að ná því markmiði.

Kaup fyrirtækja

PwC veitir aðstoð og ráðgjöf við kaup fyrirtækja, m.a. með mati á skiptahlutföllum, aðstoð við samningaviðræður og aðstoð við mat á áhrifum fyrirhugaðra kaupa. PwC er stjórnendum einnig innan handar í samningum og samskiptum við banka eða aðra fjármögnunaraðila.

Tvær blokkir
Fylgstu með okkur

Contact us

Örn Valdimarsson

Örn Valdimarsson

Sviðsstjóri Ráðgjafarsviðs, PwC Iceland

Sími 840 5244

Valgerður Valgeirsdóttir

Valgerður Valgeirsdóttir

Sérfræðingur, PwC Iceland

Sími 840 5333

Hide