Jafnlaunakerfi

Ráðgjöf við uppsetningu jafnlaunakerfis

PwC í fararbroddi

PwC hóf fyrst fyrirtækja á Íslandi árið 2010 að mæla launamun í fyrirtækjum. Við kölluðum greininguna  jafnlaunaúttekt, en aðilar sem mældust með minni launamun en 3,5% hlutu gullmerki PwC. Í jafnlaunastaðlinum ÍST85 er slík greining nefnd launagreining.

Við höfum framkvæmt slíka greiningu fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana. Einnig höfum við aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við uppsetningu jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST85.

Gullmerki PwC

Skref til jafnlaunavottunar

Starfaflokkun

Í sameiningu metum við öll störf í fyrirtækinu. Verðmætamat starfa byggir á viðmiðum og undirviðum sem fá mismunandi vægi.

Öll störf eru flokkuð eftir viðmiðum og þrepi undirviðmiða og gefin stig.

Starfahópar eru myndaðir fyrir sömu og jafnverðmæt störf.

Forsendur verðmætamats:

  • Starfavirðismódel. Fyrsta skref er að ákvarða yfirviðmið og undirviðmið sem virði allra starfa (þ.e. inntak starfs) í fyrirtækinu er metið út frá.
  • Vægi hvers yfirviðmiðs og undirviðmiðs ákveðið.
  • Vægi persónubundinna þátta ákvarðað, þ.e. mögulegt virði starfsmanns umfram inntak starfs.
  • Sérunnið mat á öllum störfum unnið af PwC og stjórnendum fyrirtækisins.

Eftir að verðmætamat starfa liggur fyrir vinnum við launagreiningu á grundvelli þeirra launa- og mannauðsgagna sem óskað er eftir.

Launagreiningin byggir á launagögnum sem við fáum frá ykkur skv. sniðmáti frá PwC. 
Mikilvægt er að allir launaliðir séu tilteknir á því skjali.

Afurðin er skýrsla með ítarlegum upplýsingum þar sem m.a. kemur fram heildarlaunamunur sem og launadreifing innan starfshópa.

Jafnlaunastaðall ÍST85 setur fram kröfur um skjölun verklagsreglna og stefnuskjala. Við aðstoðum við uppsetningu á jafnlaunakerfi fyrirtækis.

PwC er með sniðmát fyrir verklagsreglur og stefnuskjöl sem þið fáið aðgang að.
Þessi vinna er unnin af fyrirtækinu með stuðningi frá PwC

Gerð innri úttektar er áskilin hluti af jafnlaunakerfi skv. staðilnum. Hún þarf að fara fram eftir að jafnlaunakerfið er tilbúið og virkt og fyrir vottun úttektaraðila.

Við gerð innri úttektar er lögð er áhersla á að rýna breytingar sem hafa orðið frá síðustu úttekt (eða frá innleiðingu), ef um er að ræða.
Breytingar á lagakröfum, jafnlauna-markmiðum, nýjir starfsmenn, ný starfsheiti, viðbrögð við fyrri frábrigðum/athugasemdum

Fyrirtækið pantar sjálft úttekt hjá vottunaraðila. Við getum setið hluta úttektar sé þess óskað.

Vottunin sjálf er framkvæmd af löggildum vottunarstofum.

Sú vinna er ekki hluti af þessu tilboði.

PwC getur setið úttektarfundi, sé þess óskað.

Jafnlaunastaðallinn ÍST85

Hverjir þurfa að innleiða staðalinn?

Breytingar á jafnréttislögum 10/2008 hafa í för með sér að atvinnurekendum með 25 eða fleiri starfsmenn er nú skylt að taka upp jafnlaunakerfi og fá vottun á því.

Um hvað fjallar staðallinn?

Jafnlaunastaðallinn veitir leiðsögn um hvernig skal koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér.

Staðallinn kveður á um að koma upp jafnlaunakerfi sem innleiðir markvissar og faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni, markmiðasetningu og stöðugar umbætur.

Í staðlinum sjálfum eru ekki settir fram sérstakir mælikvarðar á frammistöðu í jafnlaunamálum eða viðmið í launaspönn.

Hvert er markmiðið?

Markmiðið er að sýna fram á að konur og karlar sem starfi hjá fyrirtækinu njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Fylgstu með okkur

Contact us

Hafsteinn Einarsson

Hafsteinn Einarsson

Stjórnandi Markaðslauna og greininga, PwC Iceland

Sími 550 5354

Hide