Skattaráðgjöf

Veitum aðstoð í skattamálum hérlendis og erlendis

Virðisaukaskattur

Mikilvægt er að tryggja að skil á virðisaukaskatti séu í samræmi við lög og reglur og að skattskyldir aðilar njóti þeirra réttinda sem þeim eru tryggð í lögum. Nauðsynlegt er að kunna skil á öllum þáttum virðisaukaskatts til að koma í veg fyrir tjón og beitingu refsikenndra viðurlaga. 

Hjá okkur starfa sérfræðingar sem hafa sérþekkingu á virðisaukaskatti og veita viðskiptavinum okkar alla almenna ráðgjöf og þjónustu í tengslum við virðisaukaskatt. Þjónusta okkar á sviði virðisaukaskatts er margbreytileg en hún felst einkum í eftirfarandi; 

  • Almenn ráðgjöf varðandi virðisaukaskatt, s.s. skattskyldu, skattprósentu, uppgjörstímabil, tekjuskráningu, leiðréttingar, kæruleiðir o.fl.

  • Skráning og afskráning af virðisaukaskattsskrá

  • Sérstök og frjáls skráning (bygging og leiga atvinnuhúsnæðis) 

  • Samskráning hlutafélaga/einkahlutafélaga

  • Ráðgjöf og þjónusta í tengslum við uppgjör og skil á virðisaukaskatti

  • Kærur til ríkisskattstjóra, yfirskattanefndar og ráðuneytisins

  • Leiðréttingar vegna leiðréttingarkvaðar

  • Umsóknir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti

  • Umsjón með skilum á virðisaukaskattsskýrslum fyrir einstaklinga og fyrirtæki

  • Umsýsla fyrir erlend fyrirtæki vegna virðisaukaskatts á Íslandi, t.d. varðandi endurgreiðslu á virðisaukaskatti o.fl.

  • Umboðsmennska fyrir erlend fyrirtæki á virðisaukaskattsskrá o.fl.   

 

Þrjú ungmenni í símanum
Jörðin frá geiminum

Alþjóðleg skattaráðgjöf

Þeir aðilar sem stunda viðskipti á alþjóðlegum vettvangi verða að hafa í huga að mismunandi skattareglur gilda milli landa. Einnig verða einstaklingar, sem flytjast búferlum milli landa, að vera meðvitaðir um skattalega stöðu sína og hvernig hún breytist við flutning.

Sérstaklega er mikilvægt að huga vel að skattamálum við skipulagningu á starfsemi fyrirtækja og þeirra félaga sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Skattaskipulagning í einstökum viðskiptum getur haft mikil áhrif á hagnaðarhlutfall viðkomandi félags eða fyrirtækis en við slíkar aðstæður koma ýmis atriði til skoðunar, svo sem hvernig fjármögnun skuli vera háttað, hvaða félagaform er valið, eignarhald, verðlagning viðskipta og þjónustu ásamt gjaldfærsluheimildum o.s.frv. Í þessu sambandi skiptir jafnframt máli að til staðar séu tvísköttunarsamningar milli viðkomandi ríkja sem koma í veg fyrir tvískattlagningu.

PwC er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki og meðal þeirra stærstu á því sviði í heiminum. Af því leiðir að viðskiptamenn PwC á Íslandi hafa aðgang að hæfustu sérfræðingum á sviði skattaréttar um allan heim. Lögfræðingar og aðrir sérfræðingar PwC bjóða upp á alhliða ráðgjöf á þessu sviði, þ.e. allt frá ráðgjöf til einstaklinga og ráðgjöf varðandi beitingu og túlkun á tvísköttunarsamningum yfir í sérhæfðari úttektir og skattaskipulagningu í tengslum við alþjóðleg viðskipti, s.s. milliverðlagningarreglur, beitingu CFC reglna, reglur um takmarkaðan vaxtafrádrátt, reglur um fasta starfsstöð o.fl.

Dæmi um þjónustu sem sérfræðingar PwC veita í tengslum við alþjóðlegan skattarétt er:

  •    Hvernig skattlagning tekna innlendra og erlendra aðila sem fá tekjur annars staðar frá er háttað 

  •    Túlkun og beiting tvísköttunarsamninga

  •    Skattaundanþágubeiðnir

  •     Starfsmenn á alþjóðavettvangi

  •     Milliverðlagning

  •     CFC reglur

  •        Reglur um takmarkaðan vaxtafrádrátt

  •        Föst starfsstöð

  •        Afdráttarskattar, hvers konar

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig og/eða þitt félag

 

Milliverðlagning

Þeir lögaðilar sem eru með rekstrartekjur yfir einum milljarði króna á einu reikningsári eða þegar heildareignir þeirra eru yfir einum milljarði króna í upphafi eða við lok reikningsárs eru skyldugir til að skrá upplýsingar um eðli og umfang viðskipta við tengda lögaðila erlendis, eðli tengsla og hver sé grundvöllur ákvörðunar milliverðs í viðskiptum sín á milli. Slíkt verður að vera gert í samræmi við gildandi reglur hér á landi um milliverðlagningu. 

Skjölunarskyldur aðili skal varðveita sérstaklega gögn um tengd viðskipti, upplýsingar um viðskiptaskilmála, veltu, eignir og annað sem þýðingu kann að hafa við ákvörðun milliverðlagningar og sýna þannig fram á að verð og skilmálar séu líkt og tíðkast í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Í þessu skyni ber skjölunarskyldum aðila að sýna hvernig verðlagningu er háttað og hvernig hún er ákveðin með hliðsjón af leiðbeiningarreglum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um milliverðlagningu.

Hjá PwC eru starfandi lögfræðingar sem eru sérhæfðir í innlendum og alþjóðlegum skattarétti, rekstrarhagfræðingar, endurskoðendur og fjármálaráðgjafar, sem veitt geta hvers konar aðstoð og ráðgjöf við skipulagningu og skráningu tengda viðskipta þar sem þörf er ákvörðunar um milliverðlagningu. Vinnan er gjarnan unnin í samvinnu við sérfræðinga PwC sem staðsettir eru um allan heim, en sem kunnugt er, er PwC stærsta þjónustufyrirtæki á sínu sviði í heiminum með fjölda sérfræðinga í ráðgjöf við fyrirtæki við milliverðlagningu og almenna skattaskipulagningu.

 

Tveir starfsmenn að horfa út um gluggann
Náttúrubrú á Íslandi

Mannauður í alþjóðlegu umhverfi

Huga þarf að mörgum þáttum þegar fyrirtæki ráða til sín erlenda starfsmenn eða senda starfsmenn sína til starfa í öðru landi. Leita þarf leiða til þess að tryggja hagsmuni fyrirtækisins um leið og starfsmanninum er tryggt félagslegt og skattalegt öryggi.

Í þessu sambandi reynir oft á samspil íslenskra skattareglna, tvísköttunarsamninga og skattlagningarreglna annarra landa hvort sem starfsmaður fyrirtækis þarf að dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma.

Starfsmenn PwC búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á þessu sviði. Sem dæmi um þjónustu okkar má nefna; 

  • Ráðgjöf þegar starfsmenn koma hingað til lands til að vinna á vegum fyrirtækis eða þegar starfsmenn eru sendir til annarra landa

  • Ráðgjöf og umsýsla í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi og skráningu inn í landið

  • Umsýsla í tengslum við skráningar og tilkynningar til Vinnumálastofnunar 

  • Öll umsýsla og samskipti við skattyfirvöld 

  • Félagslegar tryggingar, A1 vottorð o.fl.

  • Kaupréttarsamningar, bónusgreiðslur og starfstengd hlunnindi

  • Ráðningarsamningar og útfærsla á efni slíkra samninga

 

 

 

Áreiðanleikakönnun

Áreiðanleikakönnun er þjónusta sem PwC innir af hendi fyrir aðila sem hafa sérstaka hagsmuna að gæta, t.d. kaupendur og seljendur félaga o.s.frv. Áreiðanleikakönnun er þannig ætlað að draga úr áhættu fyrir þann hagsmunaaðila sem í hlut á. 

Með framkvæmd skattalegrar áreiðanleikakönnunar eru skattskil viðkomandi skattaðila skoðuð með það í huga að skoða fjárhags- og skattalega stöðu félagsins ásamt því að koma auga á hugsanlega áhættuþætti í rekstrinum sem gætu gefið skattyfirvöldum tilefni til endurálagningar skatta og gjalda.

Markmið áreiðanleikakönnunar er þannig að sannreyna og greina upplýsingar sem eru mikilvægar tilteknum hagsmunaaðilum við ákvarðanatöku. Því er mikilvægt að áreiðanleikakönnun sé unnin af hlutlausum, sérfróðum aðila og að niðurstaða hennar sé sett fram með nægilega skýrum og skilvirkum hætti fyrir þann aðila sem henni er ætlað. 

Skatta- og lögfræðisvið PwC getur gert skattalega áreiðanleikakönnun fyrir þitt félag en á sviðinu starfa lögfræðingar og aðrir sérfræðingar þar sem mikil reynsla við slíka vinnu liggur að baki. 

 

Maður að skrifa á glertöflu
Fylgstu með okkur

Contact us

Jón Ingi Ingibergsson

Jón Ingi Ingibergsson

Sviðsstjóri, Ráðgjafarsvið, PwC Iceland

Sími 550 5342

Hide