Áhersluatriði í ársreikningaskrá 2021 og leiðbeiningar reikningsskilaráðs

Leiðbeiningar reikningsskilaráðs um bestu framkvæmd á framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar.  

Í febrúar 2022 gaf reikningsskilaráð út leiðbeiningar um bestu framkvæmd á framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar. Leiðbeiningarnar endurspegla afstöðu reikningsskilaráðs, að höfðu samráði við ársreikningaskrá og Félag löggiltra endurskoðenda (FLE).

Upplýsingar í skýrslu stjórnar og framsetning þeirra

Upplýsingar í skýrslu stjórnar lítilla félaga og framsetning þeirra

 

Ársreikningaskrá

Ársreikningaskrá birti í lok árs 2021 minnisblað um áhersluatriði í eftirliti sínu með reikningsskilum vegna reikningsársins sem hófst 1. janúar 2021 (sjá hér). Áhersluatriðin beinast að:

  • Upplýsingagjöf félaga sem kjósa að beita reglu reikningsskilaráðs (RR 6) um reikningshaldslega meðferð leigusamninga i reikningsskilum leigutaka

  • Upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar að teknu tilliti til leiðbeininga reikningsskilaráðs um skýrslu stjórnar

  • Ófjárhagslegar upplýsingar í yfirliti með skýrslu stjórnar

Þetta er í fjórða skipti sem ársreikningaskrá gefur tóninn fyrirfram varðandi áherslur sínar. Í minnisblaðinu eru góðar ábendingar sem nauðsynlegt er að rýna vel, m.a. með það í huga að bæta framsetningu reikningsskilanna og upplýsingagjöf. Minnt er á að gagnsæi i upplýsingagjöf er lykilatriði í að auka traust fjárfesta, lánardrottna og annarra hagaðila á þeim upplýsingum sem birtar eru í reikningsskilum.

Skýrsla stjórnar og ófjárhagslegar upplýsingar hafa verið rauður þráður í eftirliti ársreikningaskrár. Í VI. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga er fjallað um skýrslu stjórnar og þær upplýsingar sem þar skulu koma fram. Umfjöllun minnisblaðsins er mun ítarlegri en áður og er m.a. vísað til upplýsingagjafar um áhrif af Kórónuveirufaraldrinum á markmið og lykilmælikvarða félaga, áhrif loftslagsbreytinga, lýsingar á viðskiptalíkönum, stefnu og áreiðanleikakönnunarferli auk birtingar á ófjárhagslegum lykilmælikvörðum. 

 

Helstu áhersluatriði ársreikningaskrár 2021 2020 2019 2018
Skýrsla stjórnar x x x  
Ófjárhagslegar upplýsingar - birt er ítarleg sundurliðun í minnisblaði v. 2021 x x x x
  Áhrif COVID-19 á reikningsskil   x    
  Áhrif COVID á markmið og lykilmælikvarða x      
  Áhrif loftslagsbreytinga á félög x      
  Hnitmiðuð lýsing á viðskipalíkani félagsins x      
  Lýsing á stefnu félagsins og áreiðanleikakönnunarferli x      
  Lykilmælikvarðar x      
Upplýsingar um leigusamninga félaga sem beita reglu reikningsskilaráðs (RR_6) x      
Endurskoðun félaga og rétt skráning endurskoðanda eða skoðunarmanna     x  
Hlutdeildaraðferð     x  
Eigin hlutir     x x
Skylda til að láta endurskoða ársreikning eða samstæðureikning       x
Fylgstu með okkur

Contact us

Friðgeir Sigurðsson

Friðgeir Sigurðsson

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5366

Hide