Árleg fjárfestakönnun PwC 2024

Fjárfestar jákvæðir gagnvart horfum 2025

Fjárfestar líta almennt jákvæðum augum á efnahagshorfur fyrir árið 2025. Ríflega helmingur þátttakenda í árlegri könnun PwC, “PwC 2024 Global Investor Survey”, gera ráð fyrir hagvexti á heimsvísu á nýju ári en innan við þriðjungur gerir ráð fyrir samdrætti. Það sem meira er um vert er að um þriðjungur þátttakenda telja að óvissa í efnahagsmálum eða verðbólguhorfur séu sérstakt áhyggjuefni, samanborið við nærri 70% fyrir tveimur árum síðan.

Graf sem sýnir bjartsýni fjárfesta

Flestir fjárfestar eru hóflega bjartsýnir

Enginn áhættuþáttur stendur uppúr

Enginn áhættuþáttur stendur uppúr

PwC Global framkvæmdi könnun meðal 345 fjárfesta og greinenda um allan heim og yfir alla eignaflokka til að fræðast um væntingar þeirra til efnahagsmála og fyrirtækja sem þeir fjalla um. Auk spurningakönnunar fól könnunin í sér viðtöl við þáttakendur þar sem dýpra var kafað í ýmsa þætti, svo sem tækifæri og ógnanir vegna tækniþróunar, viðhorf til umhverfisáhersla og margt fleira.

Nánari umfjöllun um PwC 2024 Global Investor Survey má finna hér.

Fylgstu með okkur