Auknar sjálfbærnikröfur til sjávarútvegsfyrirtækja

Auknar sjálfbærnikröfur til sjávarútvegsfyrirtækja

 

Á nýafstaðinni og afar vel heppnaðri Sjávarútvegsráðstefnu 2023 kom skýrt fram hversu mjög kröfur til sjávarútvegsfyrirtækja varðandi upplýsingagjöf um sjálfbærni eru að aukast. Ný tilskipun frá Evrópusambandinu kemur til með að leysa af hólmi gildandi lög og hið nýja regluverk er mun ítarlegra og gildissvið víðtækara. Til að byrja með mun hin nýja tilskipun taka til stórra fyrirtækja auk skráðra félaga. Ljóst er að regluverkið mun halda áfram að víkka út og á komandi árum munu mörg félög sem í dag falla ekki undir regluverkið, bætast í hóp þeirra sem þurfa að auka upplýsingagjöf um sjálfbærni.

 

Veigamestu breytingarnar sem ná til íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, sem falla undir regluverkið, snúa að því að sjálfbærniupplýsingar verða hluti af ársreikningi og þær skulu endurskoðaðar af óháðum þriðja aðila. Ítarlegir staðlar taka gildi um sjálfbærniupplýsingar sem öllum verður skylt að fylgja. Meðal þess sem fyrirtækin þurfa að gera grein fyrir eru þættir svo sem viðskiptatækifæri, áhættustýring, samskipti við haghafa og stefnumótun varðandi sjálfbærni.

 

Tækifæri í aukinni upplýsingagjöf

Auknar kröfur um upplýsingagjöf í sjálfbærni eru ekki einungis íþyngjandi. Í þeim felast líka mikil tækifæri ef rétt er haldið á málum. Vaxandi þrýstingur er t.d. frá neytendum um sjálfbærni og getur slík upplýsingagjöf skipt sköpum um árangur á neytendamarkaði. Á fjármálamörkuðum eru einnig vaxandi kröfur um sjálfbærniupplýsingagjöf og líklegt verður að telja að á komandi árum bjóðist betri kjör til fyrirtækja sem eru framarlega í sjálfbærni. Þá tekur regluverkið einnig til aðfangakeðju og því getur hæglega komið til þess að fyrirtæki sem í dag falla ekki undir auknar kröfur um upplýsingagjöf, verði fyrir slíkum þrýstingi frá sínum viðskiptamönnum. Þegar á allt þetta er litið er ljóst að með því að vera framarlega í flokki í sjálfbærnimálum eru tækifæri fyrir fyrirtæki til að styrkja samkeppnisstöðu sína.

 

PwC getur aðstoðað

PwC á Íslandi hefur nýverið stóraukið þjónustuframboð sitt á sviði sjálfbærnimála og veitir viðskiptavinum sínum fjölbreytta ráðgjöf og úttektir, svo sem:

  • Aðlögun að nýjum reglum með skilvirkni að leiðarljósi.
  • Ráðgjöf vegna flokkunarkerfis ESB (e. EU Taxonomy).
  • Greining á mikilvægum sjálfbærniþáttum fyrirtækis.
  • Taka saman sjálfbærniskýrslur
  • Úttektir og áritanir á sjálfbærniskýrslu fyrirtækja
Fylgstu með okkur