CSRD Lookbook

Dæmi um framsetningu sjálfbærniskýrslu samkvæmt CSRD

Road through forest

Með CSRD Lookbook færðu góð ráð um hvernig setja á fram sjálfbærniupplýsingar samkvæmt CSRD. Gjörðu svo vel!

Sjálfbærniskýrsla samkvæmt CSRD (Corporate Sustainability Reporting Directive) skal byggja á stöðlum um skýrslugerð, ESRS (European Sustainability Reporting Standards) og flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy). 

CSRD Lookbook sýnir dæmi um framsetningu og samþættingu sjálfbærnimála í ársskýrslu. CSRD Lookbook getur einnig nýst til umræðu innan fyrirtækisins um kröfur ESRS og framsetningu og það er von okkar að efnið kveiki einnig hugmyndir. 

Efnisyfirlit CSRD Lookbook: 

  • Kynning á kröfum um framsetningu sem ESRS skilgreinir. 
  • Sérstakur hluti sýnir aðalkafla sjálfbærniskýrslunnar og leiðbeiningar og sýnir dæmi um framsetningu. 
  • Viðaukar með viðbótarupplýsingum um ESRS sem hjálpa til við gerð sjálfbærniskýrslunnar. 

CSRD Lookbook sýnir dæmi um framsetningu á aðalatriðum og einstökum köflum fyrir þýðingarmikla málaflokka en ekki eru gefnar tæmandi upplýsingar um kröfur ESRS, því þær taka mið af þýðingarmiklum sjálfbærniþáttum hvers fyrirtækis fyrir sig. Upplýsingar þarf því að aðlaga hverju fyrirtæki eftir stærð þess og eðli starfseminnar.

Hafið samband við neðangreinda til að fá frekari upplýsingar eða ef þið viljið fá bæklinginnn CSRD Lookbook:
Hulda Steingrímsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni 
Aron Friðrik Georgsson sérfræðingur í sjálfbærni 

Cover page of CSRD lookbook
Fylgstu með okkur