Flokkunarreglugerð ESB

Flokkunarreglugerð ESB 

Auknar kröfur eru til fyrirtækja um að efla sjálfbærni í starfsemi sinni og draga úr loftslagsáhrifum. Flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy) gildir á Íslandi og samkvæmt henni þurfa mörg íslensk fyrirtæki að birta á gagnsæjan hátt ófjárhagslegar upplýsingar.

Kröfurnar sem leiða af flokkunarreglugerð ESB munu leiða til þess að betur verði fylgst með árangri fyrirtækja á þessu sviði, bæði fjárfestar og markaðurinn almennt. Kröfurnar hafa þegar tekið gildi í Evrópu og koma inn af vaxandi þunga á Íslandi frá og með rekstrarárinu 2023.

PwC Global hefur greint upplýsingar fyrirtækja gagnvart kröfum flokkunarreglugerðar ESB sem komu út 2023. Helstu niðurstöður eru að gögn eru óþroskuð og samanburður er erfiður, enn sem komið er. Eðlilega má kannski segja, en fróðlegt verður að fylgjast með framgangi, bæði fyrirtækjanna og gagnsemi nýrra krafa.

Meðal helstu niðurstaðna má nefna:

  • 48% fyrirtækja birta upplýsingar um hæfa (e. eligible) og eftir atvikum græna (e. aligned) starfsemi í sjálfbærniskýrslu sinni.

  • Af fjármálastofnunum birtu 51% upplýsingar samkvæmt flokkunarreglugerð ESB í ársskýrslu sinni.

  • 23% fjármálastofnana veittu ekki upplýsingar um útreikninga á árangursvísum flokkunarreglugerðarinnar.

Fylgstu með okkur