Stjórnendakönnun PwC er komin út í 29. skiptið. Könnunin var lögð fyrir 4.454 forstjóra í 95 löndum.
Forstjórar sjá fyrir sér heim fullan af áskorunum. Viðmælendur voru almennt minna öruggir um vöxt fyrirtækja til skamms tíma og höfðu auknar áhyggjur af margþættum áhættum. Þar ber að nefna sveiflur í hagkerfum, netógnir og átök í heiminum. Á sama tíma sögðust viðmælendur vera að stefna á langtíma vöxt og að gera tilraunir til þess að koma fyrirtækjum sínum í nýjar atvinnugreinar.
Helstu niðurstöður eru:
- Flestir forstjórar segja að fyrirtæki þeirra séu ekki enn farin að sjá fjárhagslegan ávinning af fjárfestingum í gervigreind. Þótt tæplega þriðjungur (30%) greini frá auknum tekjum vegna gervigreindar á síðustu 12 mánuðum og fjórðungur (26%) segist hafa lækkað kostnað, segja meira en helmingur (56%) að hvorki hafi orðið tekjuaukning né kostnaðarlækkun.
- Forstjórar eru að leita vaxtartækifæra utan sinna hefðbundnu atvinnugreina. Meira en 40% segja að fyrirtæki þeirra hafi hafið samkeppni í nýjum greinum á síðustu fimm árum. Af þeim sem hyggjast fara í stórar yfirtökur á næstu þremur árum búast fjórir af hverjum tíu við að slík viðskipti verði í öðrum greinum eða atvinnugeirum.
- Í samanburði við síðasta ár eru forstjórar síður bjartsýnir á skammtíma vöxt tekna fyrirtækja sinna. Aðeins 30% eru mjög eða afar öruggir með tekjuvöxt næstu 12 mánuði, samanborið við 38% í könnuninni í fyrra og hámarkið 56% árið 2022.
- Tæplega þriðjungur forstjóra (29%) segir að tollar muni draga úr nettó framlegð fyrirtækja þeirra á næstu 12 mánuðum. Meirihlutinn (60%) býst við litlum eða engum breytingum. Af þeim sem gera ráð fyrir lægri framlegð telja flestir að samdrátturinn verði aðeins lítill.
- Tveir þriðju hlutar forstjóra (66%) segja að áhyggjur tengdar trausti hagsmunaaðila hafi komið upp á að minnsta kosti einu sviði rekstursins á síðustu 12 mánuðum. Verulegur munur er á heildarávöxtun hluthafa á þessu tímabili milli skráðra félaga sem hafa upplifað mestar og fæstar slíkar trauststengdar áskoranir.
Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.