Horfur fyrir skráningar á markað

Skráningum á markað á Norðurlöndunum fækkaði talsvert árið 2023

PwC hefur gefið út samantekt um skráningar hlutabréfa á markaði í Norðurlöndunum 2023. Þar kemur fram að alls voru 21 skráningar og frumskráningar á markað í kauphallirnar á Norðurlöndunum árið 2023, sem er fækkun frá 2022 en þá voru þær 80 talsins. Alls sóttu félög 901 milljón evra í fjármögnun í gegnum 12 af 21 frum- og beinum skráningum, í samanburði við 2.087 milljónir evra í 57 af 80 skráningum árið 2022.

Frá byrjun árs 2024 hefur aðeins verið ein frumskráning á Nasdaq Aðalmarkaðinn í Stokkhólmi og ein á Nasdaq First North í Stokkhólmi. Þó liggur fyrir að nokkur fyrirtæki hafa hafið undirbúning fyrir skráningar sem mögulega verða framkvæmdar á árinu 2024.

Horfur fyrir skráningar á markaði Norðurlandanna árið 2024

Á árinu 2024 er hófleg bjartsýni á öllum Norðurlöndunum um að skráningarmarkaðurinn muni jafna sig. Að mati seðlabanka er útlit fyrir að verðbólga og vextir hafi náð hámarki, sveiflur í hlutabréfaverði eru hóflegar og virði hlutabréfa hefur haldist hátt. Að auki er vaxandi fjöldi fyrirtækja sem stefnir á fyrstu skráningu.

Þó er óvissa tengd alþjóðlegri pólitískri spennu. Árið 2024 er kosningaár í sumum af stærstu hagkerfum heims, sem gæti haft áhrif á alþjóðaefnahagskerfið og þar af leiðandi á skráningar­markaðinn á Norðurlöndunum. Væntingar fyrir árið 2024 eru að besti tíminn fyrir skráningu á markað geti varað í skamman tíma. Því er mikilvægt að vera vel undirbúinn og tilbúinn að bregðast fljótt við þegar tækifæri gefst.

Samantekt PwC má finna hér.

Fylgstu með okkur