People speaking

Jón Ingi nýr forstjóri PwC

Jón Ingi Ingibergsson

Við erum ánægð að tilkynna að Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með 1. janúar 2026. Jón Ingi býr að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Jón Ingi lauk BSc-prófi í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML-gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2006. Hann hóf störf hjá PwC í september 2007 og tók við forystu skatta- og lögfræðiráðgjafar í desember 2017. Sem sviðsstjóri bar hann ábyrgð á stefnu, rekstri, gæðamálum og þjónustu sviðsins. Hann situr ennfremur í framkvæmdaráði PwC. Áður starfaði hann á lögfræðisviði ríkisskattstjóra á árunum 2006-2007.

Jón Ingi hefur jafnframt haldið fjölda fyrirlestra um skatta- og lögfræðilega tengd málefni og starfaði sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík á árunum 2015 til 2019.

“Ég er þakklátur fyrir tækifærið að leiða þetta öfluga fyrirtæki á sérfræðiþjónustumarkaði hérlendis” segir Jón Ingi „og hlakka til að vinna með starfsfólki og viðskiptavinum PwC að áframhaldandi þróun og vexti.“

Vignir Rafn Gíslason stjórnarformaður PwC:

„Jón Ingi kemur með sterka reynslu og framúrskarandi leiðtogahæfileika sem munu nýtast PwC við að styrkja stöðu félagsins á komandi árum.“

Fylgstu með okkur