Viðbrögð PwC vegna stríðs í Úkraínu

Að undanförnu hefur heimurinn fylgst með hryllingu með hernaðaraðgerðum rússneskra yfirvalda í Úkraínu og þeim hörmungum sem af þeim hafa hlotist. Hugur okkar er með tæplega 800 félögum okkar hjá PwC í Úkraínu, sem allri úkraínsku þjóðinni. 

Viðbrögð PwC á heimsvísu eru að meginstefnu til þríþætt:

  1. Megináhersla er lögð að mannúðaraðstoð og öryggi starfsmanna. Felst það m.a. í þátttöku í alþjóðlegu hjálparstarfi en að auki beinni aðstoð við PwC starfsmenn og fjölskyldur þeirra í Úkraínu. M.a. hefur verið settur upp sérstakur sjóður í þessu augnarmiði.

  2. Yfirstjórn PwC hefur að höfðu samráði við PwC í Rússlandi ákveðið að starfsemi PwC í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði ekki lengur undir merki PwC. 

  3. Yfirstjórn PwC hefur ákveðið að allar ákvarðanir einstakra landa og alþjóðasamtaka um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi og Hvíta-Rússlandi skuli gilda fyrir öll PwC fyrirtæki. 

Að auki erum við að sjálfsögðu á varðbergi og umhugað um að skilja og aðstoða viðskiptavini PwC sem kunna að verða fyrir áhrifum af atburðunum í Úkraínu. Um leið berum við þá von í brjósti að stríðandi aðilar nái að semja um frið þannig að íbúar Úkraínu fái að snúa heim sem allra fyrst.

 

Friðgeir Sigurðsson,
forstjóri

 

Fylgstu með okkur

Contact us

Friðgeir Sigurðsson

Friðgeir Sigurðsson

Forstjóri, PwC Iceland

Sími 550 5366

Hide