Nýr fjármálastjóri PwC

Silja Guðrún Sigvaldadóttir

Silja Guðrún Sigvaldadóttir hefur hafið störf sem fjármálastjóri PwC og tekur hún við af Sigurbjörgu Halldórsdóttur sem hefur starfað hjá PwC í tæp 38 ár, þar af sem skrifstofustjóri og síðar fjármálastjóri s.l. 25 ár. Um leið og við kynnum Silju Guðrúnu þökkum við Sigurbjörgu fyrir vel unnin störf og frábært samstarf.

Silja Guðrún er fædd á Akranesi árið 1978 og er uppalin í Kolbeinsstaðahreppi, vestan af Borgarnesi. Við sameiningu árið 2006 varð hreppurinn hluti af Borgarbyggð. Hún gekk i grunnskólann að Laugagerði sem var heimavistarskóli allt fram á síðustu ár hennar í skólanum. 

Við upphaf framhaldsskóla flutti hún til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1997, af eðils- og náttúrufræðibraut. Árið 2003 lauk Silja Guðrún prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og ári síðar af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands. Hún hóf störf hjá PwC árið 2004 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 2010.

 

Silja Guðrún Sigmundsdóttir
Fylgstu með okkur