Tveir nýir eigendur hjá PwC

Nýverið bættust við í eigendahóp PwC þeir Daníel J. Guðjónsson og Örn Valdimarsson. Þar með eru eigendur PwC á Íslandi orðnir 17 talsins.

Portrait of Daníel Jón Guðjónsson

Daníel J. Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi

Daníel J. Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi, hefur starfað hjá PwC í rúm tíu ár en hann hóf störf hjá fyrirtækinu 2014. Daníel hefur starfað sem director á endurskoðunarsviði PwC. Daníel býr yfir mikilli reynslu í endurskoðun og hefur stýrt stórum verkefnum á þeim vettvangi.

Portrait of Örn Valdimarsson

Örn Valdimarsson, sviðstjóri ráðgjafarsviðs

Örn Valdimarsson hefur starfað hjá PwC frá miðju ári 2023 þegar hann tók við ráðgjafarsviði PwC. Örn lauk BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Executive Certificate námi frá Copenhagen Business School. Örn hefur mikla reynslu úr viðskiptalífinu og hefur auk þess miðlað þeirri þekkingu í hlutverki mentors til sprotafyrirtækja. 

Fylgstu með okkur