Konur á vinnumarkaði

Konur á vinnumarkaði

Ísland leiðir árlega PwC vísitölu kvenna á vinnumarkaði.  COVID-19 er að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í atvinnuþátttöku kvenna síðasta áratug.

  • Ísland vermir áfram efsta sæti listans meðal OECD landanna.
  • Covid-19 veldur “kvennakreppu”
  • Spáð er að atvinnuþátttaka kvenna verði í lok árs 2021 sú sama og hún var árið 2017 vegna COVID-19.
  • Í 17 af þeim 24 löndum innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunnar) sem birtu tölur um aukið atvinnuleysi árið 2020 urðu konur meira fyrir barðinu á því.  
  • COVID-19 hefur aukið ójafnvægi í ábyrgð fjölskyldulífs og umönnunar og valdið því að fleiri konur hætta á vinnumarkaði en karlmenn í heimsfaraldrinum.
  • Því lengur sem þetta ástand varir, því fleiri konur munu hætta á atvinnumarkaði til frambúðar. Það mun hvoru tveggja draga úr þeim mikla árangri sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni og einnig draga úr hagvexti.

Reykjavík, 4. mars 2021 

Árangur sem náðst hefur í jafnrétti kvenna á atvinnumarkaði gæti í lok þessa árs orðið svipaður og hann var árið 2017 og framfarir áranna 2018 og 2019 þurrkast út, vegna COVID-19 heimsfaraldurins, samkvæmt nýrri greiningu sem framkvæmd var af  PwC í tengslum við  árlega vísitölu kvenna á vinnumarkaði sem PwC stendur að. Vísitalan mælir þátttöku og framgöngu kvenna á vinnumarkaði 33 þjóða innan OECD. Sífellt fleiri vísbendingar koma fram alþjóðlega um að skaðinn af völdum COVID-19 og viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum, koma hlutfallslega verr niður á konum. 

Í níu ár hafa lönd innan OECD náð stöðugum árangri í framgöngu kvenna á vinnumarkaði. Hins vegar, vegna COVID-19 er ljóst að það mun verða viðsnúningur á þessari þróun, þar sem árleg PwC vísitala kvenna á vinnumarkaði er talin munu lækka um 2.1 stig milli áranna 2019 og 2021, samkvæmt greiningu PwC. Spáð er að vísitalan muni aftur byrja að hækka árið 2022, en þá aðeins um 0.8 stig. 

Milli 2019 og 2020 jókst atvinnuleysi kvenna innan OECD landa um 1.7 prósentustig, fór úr 5.7% 2019 upp í 7.4% 2020. Til að ná aftur þeim árangri, fyrir árið 2030, sem náðst hafði fyrir faraldur COVID-19 í þátttöku kvenna á vinnumarkaði  þurfa framfarir að gerast á tvöföldum hraða miðað við það sem verið hefur. 

Misvægi kynjanna vegna ólaunaðrar barnaummönnunar 

Áður en faraldur COVID-19 skall á vörðu konur um það bil sex klukkustundum umfram karlmenn í ólaunaða barnaummönnun á viku (samkvæmt rannsóknum UN Women). Á meðan faraldurinn hefur geysað hafa konur tekið að sér enn stærri hlut barnaummönnunar og er munurinn nú 7.7 klukkustundir á viku. Þessi barnaumsjón jafngildir 31.5 tímum á viku, sem er nánast eins og að vinna fullt starf. 

Þessi aukning í ólaunaðri vinnu hefur nú þegar minnkað framlag kvenna til hagkerfisins. Ef þessi aukna byrði varir áfram mun það valda því að enn fleiri konur hætti á vinnumarkaði til frambúðar. Það mun draga úr þeim jákvæða árangri sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna og mun draga úr framleiðni í hagkerfinu.  

Þó sumar konur muni  hætti tímabundið  á vinnumarkaði, benda rannsóknir til þess að „atvinnuhlé“ hafi neikvæð áhrif til langs tíma á atvinnuþátttöku og stöðu kvenna innan vinnumarkaðs. Líklegt er að konur komi til baka eftir slíkt hlé í ábyrgðarminni og lægra launuðum störfum. 

PwC vísitala kvenna á atvinnumarkaði 2021 (byggt á frammistöðu fyrir COVID-19 faraldurinn)  

Ísland vermir áfram efsta sæti listans meðal OECD landanna. Ísland skorar hátt í atvinnuþátttöku kvenna á vinnumarkaði (84%) ásamt því að bilið milli kynja í atvinnuþátttöku er lágt (5%) en atvinnuleysi kvenna er enn lægra (3%). Svíþjóð er í öðru sæti og Nýja Sjáland í því þriðja.

Grikkland hækkaði mest í stigum milli áranna 2018 og 2019, sem orsakast af mikilli bætingu á fjórum af fimm mælikvörðum á vinnumarkaði að undanskilinni þátttöku kvenna í fullri vinnu. Portúgal, hins vegar, lækkaði mest í stigum á listanum milli áranna 2018 og 2019 vegna 5% aukningar á launamismun milli kynjanna.

Álit rannsókna og greininga PwC

„Það er afar ánægjulegt að sjá áframhald á frammúrskarandi útkomu Íslands á þessum lista og hún staðfestir að Ísland er í hópi þeirra landa sem eru í fararbroddi í jafnrétti kynjanna á atvinnu-markaðinum í heiminum. Á hinn bóginn eru áhrifin sem COVID-19 hafa á vinnumarkað víðast hvar mikið áhyggjuefni segir Hafsteinn Már Einarsson, umsjónarmaður rannsókna og greininga hjá PwC.
Þó svo að allir finni fyrir áhrifum heimsfaraldursins, þá sjáum við að mun fleiri konur eru að hætta á vinnumarkaði eða taka sér hlé en karlmenn. Ein ástæða þess er að konur vinna oft á vinnustöðum sem krefjast nálægðar. Samkomubönn og fjarlægðar takmarkanir hafa haft gríðarleg áhrif á slíka iðnaði, svo sem verslunar-, ferðaþjónustu- eða veitingageirann, en þar hafa uppsagnir og atvinnuleysi hoggið mest skarð. Vonandi sjáum við hraðan umsnúning á stöðu kvenna á vinnumarkaðinum þegar áhrif Covid-19 fara að dvína“ segir Hafsteinn að lokum.

Um árlega PwC vísitölu kvenna á vinnumarkaði:

  • Þeir 5 mælikvarðar sem árleg PwC vísitala kvenna á vinnumarkaði byggir á eru eftirfarandi:
    - Launamismunur kynjanna
    - Atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði
    - Bilið á milli atvinnuþátttöku kvenna og karla á vinnumarkaði.
    - Atvinnuleysi kvenna
    - Hlutfall kvenna í fullri vinnu. 
Fylgstu með okkur