Two women talking

Stjórnarlaun PwC og Attentus 2025 komin út

Mikill munur á stjórnarlaunum eftir félagaformi

Á árinu 2024 voru stjórnarlaun hjá íslenskum félögum á breiðu bili en á heildina litið hafa stjórnarlaun hækkað umtalsvert frá árinu 2022. Miðgildi stjórnarlauna árið 2024 er 7,2 milljónir króna samanborið við 4,9 milljónir ári 2022, en það jafngildir um 47% hækkun á tveimur árum. Talsverður munur er á stjórnarlaunum eftir því hvort um er að ræða skráð félög, ríkisfyrirtæki eða lífeyrissjóði.

Maður sitjandi við borð

Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt PwC og Attentus á stjórnarlaunum á árinu 2024. Ekki kemur á óvart að hæstu stjórnarlaunin eru greidd til stjórnarformanna í skráðum félögum. Laun stjórnarformanna í skráðum félögum, lífeyrissjóðum og ríkisfyrirtækjum eru á bilinu 3,6-15,3 króna á ári. Miðgildi árslauna stjórnarformanna í skráðum félögum var 12 milljónir króna sem er þrefalt hærra en hjá stjórnarformönnum lífeyrissjóða. Miðgildi árslauna stjórnarformanna í ríkisfyrirtækjum er um 8,3 milljónir, því nær því sem gerist hjá skráðum fyrirtækjum en lífeyrissjóðum. Skráð félög greiða stjórnarformönnum að meðaltali um 855 þúsund krónur á hvern fund en lífeyrissjóðir greiða að meðaltali um 328 þúsund krónur á hvern fund.

Athygli vekur að konur gegna stjórnarformennsku í 64% tilvika hjá lífeyrissjóðum, í 40% tilvika hjá ríkisfyrirtækjum en einungis 12% stjórnarformanna skráðra félaga eru konur.

Í samantekt PwC og Attentus er að finna greiningar á launaupplýsingum stjórna og stjórnenda í alls 43 félögum; 25 skráðum félögum, 7 ríkisfyrirtækjum og 11 lífeyrissjóðum. Upplýsingarnar voru fengnar úr ársskýrslum og öðrum opinberum gögnum þessara fyrirtækja. Auk upplýsinga og greininga um launakjör stjórnarmeðlima og stjórnenda er í samantektinni greinargóð umfjöllun um umgjörð í kringum launasetningu stjórna, störf og hlutverk starfskjaranefnda og góða stjórnarhætti.

PwC á Íslandi býður upp á víðtæka þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, endurskoðunar og skattamála. PwC gefur árlega út skýrsluna Markaðslaun á Íslandi (Markaðslaun PwC), þar sem er að finna ítarlega greiningu á launaupplýsingum íslenskra fyrirtækja.

Attentus sérhæfir sig í alhliða mannauðsráðgjöf fyrir íslensk fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Attentus veitir ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar ásamt því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu með áherslu á atvinnulífið.

Samantekt PwC og Attentus er til sölu hjá PwC og Attentus og er hægt að panta skýrsluna á heimasíðum PwC (Stjórnarlaun).

Fylgstu með okkur